Ef þú færð punkt vegna höfundarréttarbrota þýðir það að eigandi höfundarréttar sendi inn lagalega beiðni um fjarlægingu á grundvelli höfundarréttar vegna notkunar á höfundarréttarvörðu efni hans. Við förum yfir allar beiðnir um fjarlægingu á grundvelli höfundarréttar sem okkur berast. Ef fjarlægingarbeiðnin er gild verðum við samkvæmt höfundalögum að fjarlægja vídeóið af YouTube.
Vídeó getur aðeins fengið einn punkt vegna höfundarréttarbrota hverju sinni. Hafðu í huga að vídeó geta verið fjarlægð af vefsvæðinu af öðrum ástæðum en vegna höfundarréttar. Content ID-tilköll leiða ekki til punkts.
Þessir eiginleikar eru einungis tiltækir þeim samstarfsaðilum sem nota efnisstjórnun YouTube Studio.
Allir geta gert mistök. Þegar þú færð punkt vegna höfundarréttarbrota í fyrsta skipti þarftu að fara í gegnum höfundarréttarskólann. Höfundarréttarskólinn hjálpar höfundum að skilja höfundarrétt og hvernig honum er framfylgt á YouTube. Í höfundarréttarskólanum þarftu að svara fjórum stuttum krossaspurningum. Horfðu á þetta vídeó til að fá frekari upplýsingar um höfundarréttarreglur okkar.
Ef virkt beinstreymi er fjarlægt vegna höfundarréttar verður aðgangur þinn að beinstreymi takmarkaður í sjö daga.
Ef þú færð þrjá punkta vegna höfundarréttarbrota:
- Reikningi þínum og tengdum rásum gæti verið lokað fyrir fullt og allt.
- Öll vídeóin sem hlaðið hefur verið upp á reikninginn þinn verða fjarlægð.
- Þú getur ekki búið til nýjar rásir.
Ef þú sendir nóg andmæli þannig að punktafjöldinn hjá þér fari undir þrjá og andmælin eru áframsend á kröfuhafann, verður fjarlæging rásarinnar sett á bið þar til lokaniðurstaða hefur fengist vegna andmælanna og þú endurheimtir möguleikann á að hlaða upp efni. Ef leyst er úr andmælunum þér í hag eða punktarnir eru afturkallaðir verður rásin þín ekki fjarlægð.
- Skráðu þig inn í YouTube Studio.
- Smelltu á Efni í vinstri valmyndinni.
- Smelltu á síustikuna Höfundarréttur.
- Í dálknum Takmarkanir skaltu halda yfir Höfundarréttur.
- Smelltu á SJÁ NÁNAR
Þrjár leiðir eru færar ef þú vilt leysa úr punkti vegna höfundarréttarbrota:
- Bíddu eftir að hann renni út: Punktar vegna höfundarréttarbrota renna út eftir 90 daga. Þú þarft að klára höfundarréttarskólann ef þetta er fyrsti punkturinn sem þú færð.
- Láttu draga punktinn til baka: Þú getur haft samband við þann sem gerði tilkall til vídeósins þíns og beðið viðkomandi að draga til baka tilkallið um brot á höfundarrétti.
- Sendu inn andmæli: Ef þú telur að mistök hafi verið gerð þegar vídeóið þitt var fjarlægt eða að það sé gjaldgengt í sanngjarna notkun geturðu sent inn andmæli.
Horfðu til að fá að vita meira
Horfðu á þetta vídeó frá YouTube-höfundarásinni til að fræðast um grunnatriðin í punktum vegna höfundarréttarbrota.
Copyright in YouTube Studio: Addressing Copyright Claims with New Tools, Filters and More