Ábendingar um hvernig hægt er að búa til textauppskriftarskrá

Textauppskriftir eru auðveld leið til að búa til skjátexta. Þær innihalda texta þess sem sagt er í vídeóin og hugsanlega vídeókafla. Þú getur slegið textauppskrift inn beint í vídeóinu eða fylgt leiðbeiningunum hér að neðan til að búa til textauppskriftarskrá.

Textauppskriftir virka best með vídeóum sem eru undir klukkustund að lengd þar sem hljóðgæði eru mikil og tal skýrt. Textauppskriftarskráin ætti að vera á sama tungumáli og samtölin í vídeóinu. Þegar þú hefur búið skrána til skaltu fylgja leiðbeiningunum til að hlaða henni upp í vídeóið.

Sníddu textauppskriftarskrá

Sláðu inn texta þess sem sagt er í vídeóinu og vistaðu hann sem ósniðna textaskrá (.txt). Þú getur umbreytt öðrum sniðum (eins og Microsoft Word, HTML) í ósniðna textaskrá eða notað forrit sem fylgja með tölvunni, eins og Notepad.

Til að niðurstöður verði sem bestar skaltu nota þessar ábendingar um snið:

  • Til að þvinga fram nýjan skjátexta skaltu nota auða línu.
  • Til að sýna hvenær um bakgrunnshljóð er að ræða skaltu nota hornklofa. Til dæmis [tónlist] eða [hlátur].
  • Bættu við >> til að auðkenna þá sem tala eða sýna að annar sé að fara að tala.

Hér er dæmi um hvernig textauppskriftarskrá gæti litið út:

>> KRISTÍN: Hæ, ég heiti Kristín Jónsdóttir og þetta er Jón Sigurðsson

>> JÓN: og við eigum Kópavogsbakarí.

>> KRISTÍN: Í dag ætlum við að kenna ykkur að búa til
okkar rómuðu kleinur!

[inngangstónlist]

Jæja, hér erum við með allt hráefnið sem þarf

Vistun á skrám á öðrum tungumálum en ensku

Ef um textauppskriftarskrár á öðrum tungumálum en ensku er að ræða mælum við með að þú vistir með UTF-8-kóðun til að bæta nákvæmni í birtingu:

Leiðbeiningar fyrir tölvur með Windows
  1. Opnaðu Notepad.
  2. Smelltu á Skrá og síðan Vista sem.
  3. Veldu UTF-8 undir „Kóðun“.
Leiðbeiningar fyrir Apple tölvur
  1. Opnaðu TextEdit.
  2. Smelltu á Format og veldu síðan Make Plain Text.
  3. Smelltu á File og síðan Save.
  4. Veldu Unicode (UTF-8).

Var þetta gagnlegt?

Hvernig getum við bætt þetta?
Leit
Hreinsa leit
Loka leit
Aðalvalmynd
2346942194788497272
true
Leita í hjálparmiðstöð
true
true
true
true
true
59
false
false