Studdar skjátextaskrár

Skjátextaskrá inniheldur texta þess sem sagt er í vídeóinu Hún inniheldur einnig tímakóða sem segir hvenær á að birta hverja textalínu. Sumar skrár innihalda einnig staðsetningu og stílupplýsingar, sem er sérstaklega gagnlegt fyrir heyrnarlausa eða heyrnardaufa áhorfendur. Hér að neðan geturðu skoðað þau skráarsnið sem YouTube styður.

Ertu að byrja? Prófaðu að bæta skjátextum við beint í vídeóinu með því að nota skjátextaritilinn okkar.
Grunnskráarsnið

Ef þú hefur ekki áður búið til skjátextaskrár mælum við með því að þú notir einhverja af eftirfarandi grunnskráargerðum:

Heiti sniðs Skráarending Nánar
SubRip .srt Einungis grunnútgáfur þessara skráa eru studdar. Ekki er hægt að nota stílupplýsingar (merkingar). Skráin þarf að vera á venjulegu UTF-8.
SubViewer .sbv or .sub Einungis grunnútgáfur þessara skráa eru studdar. Ekki er hægt að nota stílupplýsingar (merkingar). Skráin þarf að vera á venjulegu UTF-8.
MPsub (MPlayer skjátexti) .mpsub „FORMAT=“ breytan er studd.
LRC LRC Ekki er hægt að nota stílupplýsingar (merkingar) en endurbætt snið er stutt.
Videotron Lambda .cap Þessi skráargerð er yfirleitt notuð fyrir japanska skjátexta.
 

Ef þú ert að byrja að nota skjátextaskrár gætirðu viljað nota SubRip (.srt) eða SubViewer (.sbv). Þessar skráargerðir krefjast bara grunnupplýsinga um tímasetningu og hægt er að breyta þeim með því að nota hvaða vinnsluhugbúnað fyrir ósniðinn texta sem er.

Helsti munurinn á SubRip- og SubViewer-skrám er sniðið á upphafs- og lokatíma skjátexta. Hér eru dæmi um bæði sniðin:

SubRip (.srt) dæmi
1
00:00:00,599 --> 00:00:04,160
>> KRISTÍN: Hæ, ég heiti Kristín Jónsdóttir og þetta er Jón Sigurðsson

2
00:00:04,160 --> 00:00:06,770
>> JÓN: og við eigum Kópavogsbakarí.

3
00:00:06,770 --> 00:00:10,880
>> KRISTÍN: Í dag ætlum við að kenna ykkur að búa til
rómuðu kleinurnar okkar!

4
00:00:10,880 --> 00:00:16,700
[inngangstónlist]

5
00:00:16,700 --> 00:00:21,480
Jæja, hér erum við með allt hráefnið
SubViewer (.sbv) dæmi
0:00:00.599,0:00:04.160
>> KRISTÍN: Hæ, ég heiti Kristín Jónsdóttir og þetta er Jón Sigurðsson

0:00:04.160,0:00:06.770
>> JÓN: og við eigum Kópavogsbakarí.

0:00:06.770,0:00:10.880
>> KRISTÍN: Í dag ætlum við að kenna ykkur að búa til
rómuðu kleinurnar okkar!

0:00:10.880,0:00:16.700
[inngangstónlist]

0:00:16.700,0:00:21.480
Jæja, hér erum við með allt hráefnið
Ítarleg skráarsnið

Notaðu þessi skráarsnið ef þú vilt hafa meiri áhrif á stíl (merkingar) eða staðsetningu skjátexta.

Heiti sniðs Skráarending Nánar
SAMI (Synchronized Accessible Media Interchange) .smi eða .sami Einungis er stutt við tímakóða, texta og einfaldar merkingar (<b>, <i>, <u> og
color= attribute within a <font>). Staðsetning er ekki studd.
RealText .rt Einungis er stutt við tímakóða, texta og einfaldar merkingar (<b>, <i>, <u> og
color= attribute within a <font>). Staðsetning er ekki studd.
WebVTT .vtt Í upphaflegri framkvæmd. Staðsetning er studd en stíll er takmarkaður við <b>, <i>, <u> þar sem CSS-flokkaheiti hafa ekki verið stöðluð ennþá.
TTML (ívafsmál fyrir tímasettan texta) .ttml Í hlutaframkvæmd. SMPTE-TT viðbætur sem studdar eru fyrir CEA-608 eiginleika. iTunes Timed Text (iTT) skráarsnið er stutt; iTT er undirsett TTML, útgáfu 1.0. Stutt er við stílfærslu og
staðsetningu.
DFXP (Distribution Format Exchange Profile) .ttml eða .dfxp Þessar skráargerðir eru túlkaðar sem TTML-skrár. 
Skráarsnið fyrir útsendingar (sjónvarp og kvikmyndir)

Þessi skráarsnið eru yfirleitt notuð í skjátexta fyrir útsendingarefni (sjónvarp og kvikmyndir) og styðja annaðhvort CEA-608 eða EBU-STL staðlana. YouTube reynir að birta skjátexta frá þessum skrám eins og þeir væru í sjónvarpi – með sömu stílfærslu, lit og staðsetningu.

Heiti sniðs Skráarending Nánar
Scenarist Closed Caption .scc Þessar skrár eru með nákvæma framsetningu á CEA-608 gögnum, en það er æskilegt snið þegar skjátextar byggja á CEA-608-eiginleikum.
EBU-STL (keyrsluskrá) .stl Staðall Evrópusamtaka útvarpsstöðva
Caption Center (keyrsluskrá) .tds Styður CEA-608 eiginleika.
Captions Inc. (keyrsluskrá) .cin Styður CEA-608 eiginleika.
Cheetah (ASCII-texti) .asc Styður CEA-608 eiginleika.
Cheetah (keyrsluskrá) .cap Styður CEA-608 eiginleika.
NCI (keyrsluskrá) .cap Styður CEA-608 eiginleika.
 
Scenarist Closed Caption (.scc-skráarending) skrár er kjörskráarsnið okkar. Þessar skrár eru með nákvæma framsetningu á CEA-608 gögnum, en það er æskilegt snið þegar skjátextar byggja á CEA-608-eiginleikum.

Var þetta gagnlegt?

Hvernig getum við bætt þetta?
Leit
Hreinsa leit
Loka leit
Aðalvalmynd
9430498768110272088
true
Leita í hjálparmiðstöð
true
true
true
true
true
59
false
false