Notaðu stjórnborð YouTube Studio

Notaðu stjórnborð YouTube Studio til að fá yfirlit yfir tölfræði rásarinnar, ummæli og fleira.

Skoða stjórnborðið þitt

Til að opna stjórnborðið:

  • Farðu beint í YouTube Studio.
  • Hvar sem er á YouTube skaltu velja prófílmyndina þína og svo YouTube Studio.

Farðu í stjórnborðið

Í stjórnborðinu eru nokkur spjöld.

  • Brot rásar: Viðvaranir eða punktar vegna brota gegn reglum netsamfélagsins eða niðurstöður áfrýjana.
  • Árangur nýjasta efnis: Yfirlit yfir árangur nýjasta vídeósins eða beinstreymisins þíns. Þú getur minnkað spjaldið til að fela röðunargögnin. Þegar það hefur verið minnkað breytist það ekki fyrr en þú stækkar það aftur.
  • Birt vídeó: Yfirlit yfir nýlega birt vídeó.
  • Síðasta færsla: Yfirlit yfir virkni áhorfenda þinna við nýjustu samfélagsfærsluna frá þér. Þú sérð þetta eingöngu ef samfélagsflipinn er tiltækur fyrir þig.
  • Mikilvægar tilkynningar: Mikilvæg skilaboð fyrir rásina og vídeóin þín. Nánar hér fyrir neðan.
  • Nýtt afrek: Yfirlit yfir áhorfstímann þinn, áskrifenda- og áhorfsáfanga.
  • Greining á rás: Stutt yfirlit yfir áhorfstíma, áhorf og áskrifendur rásarinnar þinnar undanfarna 28 daga. Þú getur líka séð núverandi áskrifendur og vinsælustu vídeóin.
  • Nýjustu ummælin: Yfirlit yfir nýjustu ummælin sem þú hefur ekki svarað.
  • Nýleg virkni: Listi yfir nýlega áskrifendur og meðlimi að rásinni þinni.
  • Fréttir: Nýjustu fréttirnar frá YouTube.
  • Creator insider: Nýjustu vídeóin frá Creator Insider rásinni.
  • Það sem er nýtt í Studio: Nýjustu uppfærslurnar á höfundaverkfærum og eiginleikum.
  • Hugmyndir fyrir þig: Sérsniðnar tillögur og góð vinnubrögð fyrir rásina þína.
  • Nýlegir áskrifendur: Listi yfir nýjustu áskrifendurna að rásinni. Þú getur valið tímabil og raðað listanum eftir fjölda áskrifenda.
  • Þekkt vandamál: YouTube vandamál í gangi sem hafa áhrif á margar rásir eða notendur.
Athugaðu: Sum spjöld birtast hugsanlega ekki byggt á nýlegri virkni á rásinni þinni.

Svona notarðu YouTube Studio (í tölvu)

Skilningur á mikilvægum tilkynningum

Eftirfarandi tilkynningar geta birst í spjaldinu fyrir mikilvægar tilkynningar í stjórnborði rásarinnar. Við erum að vinna í að bæta fleiri tilkynningum við þetta spjald seinna meir.

  • Tekjuöflun: Ef rásin þín er samþykkt, ekki lengur gjaldgeng eða ekki samþykkt í tekjuöflun.
  • Höfundarréttur: Ef þú hefur fengið punkt vegna höfundarréttarbrota eða tilkall til höfundarréttar.

Eftirfarandi tilkynningar munu ekki birtast í spjaldinu fyrir mikilvægar tilkynningar. Við erum að vinna í að bæta tilkynningum af þessu tagi við spjaldið seinna meir. Fylgstu með tölvupóstinum þínum til að fá fréttir um þetta:

  • Tilkynningar varðandi AdSense fyrir YouTube-reikninginn þinn.
  • Niðurstöður úr handvirkri skoðun á auglýsingavænu efni.

Var þetta gagnlegt?

Hvernig getum við bætt þetta?
Leit
Hreinsa leit
Loka leit
Aðalvalmynd
10299160984090911175
true
Leita í hjálparmiðstöð
true
true
true
true
true
59
false
false