Búa til rás á YouTube

Þú getur horft á og lækað vídeó og fengið áskrift að rásum með Google reikningi. En ef þú ert ekki með YouTube-rás hefurðu enga opinbera viðveru á YouTube. Jafnvel þó að þú hafir Google-reikning þarftu að búa til YouTube-rás til að hlaða upp vídeóum, setja inn ummæli eða búa til spilunarlista.

Þú getur búið til rás annaðhvort á YouTube vefsvæðinu eða YouTube snjallvefsvæðinu.

Athugaðu: Þessi eiginleiki er ef til vill ekki í boði í upplifun með eftirliti á YouTube. Nánar.

Hafist handa | Hvernig þú skráir þig inn á YouTube og býrð til YouTube-rás og af hverju þú ættir að gera það

Fáðu áskrift að YouTube-áhorfendarásinni til að fá nýjustu fréttir, tilkynningar og ábendingar.

Búðu til einstaklingsrás

Fylgdu þessum leiðbeiningum til að búa til rás sem þú getur stjórnað með Google-reikningnum þínum.

  1. Skráðu þig inn á YouTube í tölvu eða snjallvefnum.
  2. Smelltu á prófílmyndina þína og svo Búa til rás.
  3. Beðið verður um að þú búir til rás.
  4. Skoðaðu upplýsingarnar (með nafni þínu og mynd á Google reikningnum þínum) og staðfestu til að búa til rásina.
Athugaðu: Í ákveðnum tilfellum, eins og þegar þú býrð til rás til dæmis með því að birta ummæli á farsíma þá getur YouTube úthlutað þér heiti byggt á rásarheitinu sem þú valdir. Það getur þó gerst að heiti sé úthlutað af handahófi ef ekki er hægt að umbreyta völdu rásarheiti í heitið. Þú getur alltaf skoðað og breytt heitinu í Studio eða með því að fara á youtube.com/handle.

Búðu til rás með heiti fyrirtækis eða öðru heiti

Fylgdu þessum leiðbeiningum til að búa til rás sem getur haft fleiri en einn stjórnanda eða eiganda.

Þú getur tengt rásina þína við vörumerkisreikning ef þú vilt nota annað nafn á YouTube en Google reikninginn þinn. Nánar um vörumerkisreikninga.

  1. Skráðu þig inn á YouTube í tölvu eða snjallvefnum.
  2. Farðu í rásarlistann.
  3. Veldu hvort þú vilt búa til nýja rás eða nota fyrirliggjandi vörumerkisreikning:
    • Búðu til rás með því að smella á Búa til nýja rás.
    • Búðu til YouTube rás fyrir vörumerkisreikning sem þú stjórnar nú þegar með því að velja vörumerkisreikninginn af listanum. Ef vörumerkisreikningurinn er með rás nú þegar geturðu ekki búið til nýja. Þegar þú velur vörumerkisreikninginn af listanum verður skipt yfir á þá rás.
  4. Fylltu út upplýsingarnar til að gefa nýju rásinni heiti. Smelltu síðan á Búa til. Þá býrðu til nýjan vörumerkisreikning.
  5. Til að bæta rásarstjóra við skaltu fylgja leiðbeiningunum til að breyta rásareigendum og stjórnendum.

Nánar um hvernig þú getur notað rás með fyrirtækjaheiti eða öðru heiti á YouTube.

Var þetta gagnlegt?

Hvernig getum við bætt þetta?
Leit
Hreinsa leit
Loka leit
Aðalvalmynd
12732207211237349252
true
Leita í hjálparmiðstöð
true
true
true
true
true
59
false
false