Breyta birtingarstillingum vídeós

Þú getur breytt birtingarstillingum vídeósins til að stjórna því hvar vídeóið birtist og hverjir geta horft á það.

  1. Skráðu þig inn í YouTube Studio.
  2. Veldu Efni úr vinstri valmyndinni.
  3. Bentu á vídeóið sem þú vilt uppfæra. Til að skoða beinar útsendingar sem þú hleður upp skaltu velja flipann Í beinni.
  4. Smelltu á niðurörina undir „Sýnileiki“ og veldu Opinbert, Lokað eða Óskráð.
  5. Vista.

Athugaðu: Sjálfgefin birtingarstilling fyrir höfunda á aldrinum 13–17 er lokað. Ef þú ert 18 ára eða eldri er sjálfgefna birtingarstillingin stillt á opinbert. Allir geta breytt þessari stillingu til að gera vídeó opinbert, lokað eða óskráð.

What are video privacy settings on YouTube?

Fáðu áskrift að YouTube-höfundarásinni til að fá nýjustu fréttir, uppfærslur og ábendingar.

Um birtingarstillingar

Opinber vídeó
Hver sem er á YouTube getur skoðað opinber vídeó. Einnig er hægt að deila þeim með öllum sem nota YouTube. Þau birtast á rásinni þinni þegar þú hleður þeim upp og geta birst í leitarniðurstöðum og á listum yfir tengd vídeó.
Lokuð vídeó

Aðeins þú og þau sem þú velur geta skoðað lokuð vídeó og spilunarlista. Lokuðu vídeóin þín birtast ekki á flipanum Vídeó á heimasíðu rásarinnar þinnar. Þau birtast heldur ekki í leitarniðurstöðum YouTube. Kerfi YouTube og starfsfólk okkar gætu farið yfir lokuð vídeó til að athuga hæfi þeirra til auglýsinga og höfundarrétt með hliðsjón af öðrum kerfum til að koma í veg fyrir misnotkun.

Til að deila lokuðu vídeói:

  1. Skráðu þig inn í YouTube Studio.
  2. Veldu Efni úr vinstri valmyndinni.
  3. Smelltu á vídeóið sem þú vilt breyta.
  4. Smelltu á reitinn Sýnileiki og veldu Deila með lokuðum hópi.
  5. Sláðu inn netföngin sem þú vilt deila vídeóinu með og smelltu síðan á VISTA.

Ekki er hægt að skrifa ummæli við lokuð vídeó. Ef þú vilt leyfa ummæli við vídeó sem er ekki opinbert skaltu breyta birtingarstillingunni í óskráð.

Óskráð vídeó

Allir sem hafa tengilinn geta séð og deilt óskráðum vídeóum og spilunarlistum. Óskráðu vídeóin þín birtast ekki á flipanum Vídeó á heimasíðu rásarinnar þinnar. Þau birtast ekki heldur í leitarniðurstöðum YouTube nema ef einhver bætir óskráða vídeóinu við opinberan spilunarlista.

Þú getur deilt vefslóð óskráðs vídeós. Fólk sem þú deilir vídeóinu með þarf ekki á Google-reikningi að halda til að skoða vídeóið. Allir með tengilinn geta líka endurdeilt því.

Eiginleiki Lokað Óskráð Opinbert
Getur deilt vefslóð Nei
Hægt að bæta við rásarhluta Nei
Getur birst í leit, tengdum vídeóum og tillögum Nei Nei
Birt á rásinni þinni Nei Nei
Birtist í áskrifendastraumi Nei Nei
Hægt að skrifa ummæli Nei
Getur birst í opinberum spilunarlista Nei

Var þetta gagnlegt?

Hvernig getum við bætt þetta?
Leit
Hreinsa leit
Loka leit
Aðalvalmynd
7328696386819334914
true
Leita í hjálparmiðstöð
true
true
true
true
true
59
false
false