Skoða greiðsluvirkni þína í YouTube Studio-forritinu

Ertu að velta því fyrir þér hvort þú fáir greitt í þessum mánuði eða þeim næsta? Viltu vita hversu stutt er í að þú náir greiðslumörkunum (lágmarksútborgun) án þess að fara á AdSense fyrir YouTube? Nú geta tekjuöflunarhöfundar með aðeins eina rás tengda við AdSense fyrir YouTube-reikning séð greiðsluvirkni sína í YouTube Studio-snjallforritinu.

Í YouTube Studio-snjallforritinu geturðu auðveldlega fundið:

  • Hversu mikið þú færð greitt
  • Leiðréttingar á tekjum
  • Framvindu þína í átt að næstu greiðslu
  • Greiðsluferil síðustu 12 mánuði ásamt dagsetningu og upphæð hverrar greiðslu og sundurliðun á henni

Í forritinu geturðu líka skoðað upplýsingar til að kynna þér nánar hvernig þú getur fengið greitt og hvernig greiðslutímalína AdSense for YouTube virkar.

Skoða greiðsluvirknina þína

Til að skoða greiðsluvirkni:

  1. Opnaðu YouTube Studio-forritið .
  2. Ýttu á Tekjur í valmyndinni neðst.
  3. Ýttu á Skoða greiðsluvirkni.

Algengar spurningar

Hvers vegna get ég ekki séð greiðsluvirknina mína í YouTube Studio-snjallforritinu?

Eins og er geta aðeins tekjuöflunarhöfundar með eina rás tengda við AdSense fyrir YouTube-reikninginn sinn notað þennan eiginleika. Við vonumst til að bjóða fleiri höfundum að nýta sér þennan kost í framtíðinni.

Hvers vegna er mismunur á áætluðum tekjum og lokagreiðslu?

Áætlaðar tekjur eru háðar leiðréttingum þar til gengið er frá greiðslu. Leiðréttingarnar ná til, en takmarkast ekki við:

Þetta þýðir að það getur verið mismunur á áætluðum tekjum og lokagreiðslu til þín.

Hvers vegna er greiðslan fyrir þennan mánuð ekki sú sama og tekjur mánaðarins?

Hafðu í huga að AdSense fyrir YouTube-greiðsluferlið er mánaðarlegt. Þetta þýðir að þær tekjur sem aflað er einn mánuðinn eru fullunnar og greiddar út mánuði síðar svo framarlega sem þú nærð greiðslumörkunum og engin greiðslubið er á reikningnum þínum.
Tekjuframvindustikan sýnir tekjur mánaðarins og hversu nálægt þú ert því að ná greiðslumörkunum.
Segjum sem dæmi að greiðsluþröskuldurinn fyrir reikninginn þinn sé 100 USD. Ef innistæðan þín væri 100 USD í janúar og það væri engin greiðslubið á reikningnum þínum þá myndum við greiða þér tekjurnar fyrir janúar í lok febrúar. Þetta þýðir að greiðslan í febrúar er fyrir tekjur í janúar. Tekjurnar í febrúar eru sýndar á framvindustikunni svo þú getir séð hversu nálægt þú ert því að ná greiðslumörkunum.

Hvað gerist ef ég næ ekki greiðslumörkunum?

Ef tekjur þínar ná ekki greiðslumörkum fyrir lok mánaðarins verða tekjurnar færðar yfir á næsta mánuð. Tekjurnar halda áfram að safnast upp þar til þú nærð greiðslumörkum. Þú getur séð framvindu þína að greiðslumörkunum á tekjuframvindustikunni.

Hvers vegna er munur á tekjunum mínum í YouTube-greiningu samanborið við YouTube Studio?

Það geta verið ýmsar ástæður fyrir því að mismunur sé á milli þeirra tekna sem sýndar eru í YouTube Studio samanborið við YouTube-greiningu, þar á meðal:
  • Gagnatöf
  • Uppsafnaðar tekjur frá fyrri mánuðum
Hjá höfundum sem ekki fá greitt í USD getur mismunur einnig verið vegna umreikningsgengis gjaldmiðils og hvenær því er beitt á tekjurnar.

Hvað verður um greiðsluvirknina mína ef ég breyti AdSense fyrir YouTube-reikningnum mínum?

Ef þú breytir AdSense fyrir YouTube-reikningnum þínum uppfærist greiðsluvirknin til að endurspegla nýja AdSense fyrir YouTube-reikninginn. Breytingin mun einnig ná til allra uppfærslna á gjaldmiðlinum sem þú vilt fá greitt í.

Þegar þú breytir AdSense fyrir YouTube-reikningnum þínum skaltu hafa eftirfarandi í huga:

  • Fyrri greiðslugögn verða ekki lengur tiltæk í YouTube Studio-forritinu.
  • Allar greiðslur á bið fara fram í gegnum gamla AdSense fyrir YouTube-reikninginn og verða greiddar út í samræmi við hann. Vinnsla á greiðslum héðan í frá fer fram í gegnum nýja AdSense fyrir YouTube-reikninginn þinn.

Var þetta gagnlegt?

Hvernig getum við bætt þetta?
Leit
Hreinsa leit
Loka leit
Google forrit
Aðalvalmynd
11202550516286920529
true
Leita í hjálparmiðstöð
false
true
true
true
true
true
59
false
false
false
false