Efnisflokkun á YouTube

Þú getur bara notað efnisflokkun á YouTube á greitt efni. Til að takmarka önnur vídeó með efni fyrir fullorðna skaltu nota eiginleikann Aldurstakmark.

Efnisflokkun á YouTube flokkar efni fyrir fullorðna í vídeói í nokkra flokka. Hver flokkur er með þrjá valkosti sem tilgreina stig fyrir efnið fyrir fullorðna:

  • Fyrsti valkosturinn (sem er líka sjálfgefinn) sýnir að ekkert efni fyrir fullorðna sé í flokknum
  • Miðvalkosturinn sýnir að efni fyrir fullorðna sé fyrir hendi en að það sé vægt
  • Þriðji valkosturinn sýnir að efni fyrir fullorðna sé fyrir hendi sem ætti að takmarka við áhorfendur sem eru 18 ára og eldri
Gróft orðbragð (L)
  • Ekkert: Ekkert gróft eða annað mögulega móðgandi orðbragð. Jafnvel væg blótsyrði eins og „fjandinn“ eða „ansans“ eða orð sem eru hulin með són ætti að flokka sem Gróft orðbragð.
  • Gróft orðbragð: Inniheldur einhver blótsyrði; þau orð koma sjaldan fyrir og eru ekki notuð í kynferðislegu samhengi. Þetta stig er viðeigandi jafnvel þó að blótsyrði séu hulin með són. Það er einnig viðeigandi ef um tvíræðni í tali er að ræða, kynferðislega tvíræðni, umræðu um efni fyrir fullorðna og tjáningu sterkra skoðana sem áhorfendur munu líklega upplifa sem móðgandi, vanvirðandi eða umdeilanleg á annan hátt.
  • Mjög gróft orðbragð: Inniheldur ítrekaða notkun á blótsyrðum. Einnig gæti komið fyrir gróft orðbragð sem er klámfengið eða klúrt.
Nekt (N)
  • Ekkert: Engin nekt eða nekt að hluta af neinu tagi.
  • Fáklætt fólk: Inniheldur fólk sem er fáklætt (til dæmis í flegnum blússum, á nærfötunum eða í sundfötum sem sýna mikið hold). Sýnir ekki nekt um stundarkorn eða um lengri hríð (til dæmis nakta rassa, kynfæri eða geirvörtur).
  • Einhver nekt: Inniheldur efni sem sýnir nakta rassa eða brjóst sem eru nakin að hluta til. Efni gæti einnig haft að geyma fulla nekt í eðlilegu samhengi í tengslum við fræðslu eða í listrænu eða heimildaskyni.
Kynferðislegar aðstæður (S)
  • Ekkert: Engin kynferðisleg hegðun eða þemu. Blíðuhót í stutta stund, til dæmis koss eða faðmlag, eru undanskilin.
  • Mildar kynferðislegar aðstæður: Inniheldur milt kynferðislegt efni eða þemu, til dæmis óbeinar kynferðislegar athafnir, léttar eða gríntilvísanir í blæti eða blætisathafnir eða mildar kynferðislegar aðstæður eða umræður.
  • Grófar kynlífsaðstæður: Inniheldur gróft kynferðislegt efni, til dæmis leiknar kynferðisathafnir, grófar kynlífsaðstæður eða umræður.
Ofbeldi/truflandi (V)
  • Ekkert: Ekkert ofbeldi, meiðsl eða aðrar myndir sem telja má blóðugar, truflandi eða viðbjóðslegar fyrir viðkvæma áhorfendur.
  • Vægt ofbeldi eða truflandi: Inniheldur milt ofbeldi, grínofbeldi, fantasíuofbeldi eða einangruð tilvik með raunsæju ofbeldi. Ofbeldið sem birtist er samt ekki blóðugt, stöðugt eða kynferðislegt. Á sama hátt gæti ofbeldisfullt eða truflandi efni innihaldið lítið magn annarra mynda eða aðstæðna sem eru truflandi eða viðbjóðsleg fyrir viðkvæma áhorfendur. Til dæmis raunverulegt eða leikið læknisefni eða lýsingar á viðbjóðslegu eða ógnvekjandi efni í samhengi við hrollvekjur eða fantasíur.
  • Mjög ofbeldisfullt eða truflandi: Inniheldur ofbeldi sem er stöðugt, mikið og gróft. Einnig gæti það innihaldið myndir eða aðstæður sem eru truflandi eða viðbjóðslegar fyrir venjulega áhorfendur. Til dæmis teiknimyndir ef þær hafa að geyma raunsæjar lýsingar á miklu ofbeldi eða aðrar myndir sem eru truflandi eða viðbjóðslegar.
Fíkniefnanotkun (D)
  • Ekkert: Engin fíkniefnanotkun Stöku eða hófleg notkun fullorðinna á áfengi eða tóbaki og ábyrg notkun á lyfjum er ásættanleg.
  • Mild notkun fíkniefna: Inniheldur milda notkun fíkniefna, þar á meðal óhóflega eða stöðuga notkun á áfengi eða tóbaki. Efnið gæti einnig innihaldið stöku eða grínnotkun á fíkniefnum eins og maríjúana, kannabis, ofskynjunarefnum eða lyfseðilsskyldum lyfjum og ætlaða en ekki grófa notkun á öðrum fíkniefnum, til dæmis heróíni.
  • Fíkniefnanotkun: Inniheldur greinilega en leikna notkun á fíkniefnum og sýnir búnað tengdan fíkniefnum. Það gæti einnig sýnt raunverulega notkun fíkniefna í eðlilegu samhengi við efni sem telst gert í fræðslu, vísinda- eða heimildaskyni.
Blikkandi ljós (F)
  • Ekkert: Engin blikkandi eða leifturljós sem gætu haft áhrif á fólk sem er með ljósnæma flogaveiki.
  • Blikkandi ljós eða leifturljós: Inniheldur blikkandi ljós eða leifturljós sem gæti haft áhrif á fólk með ljósnæma flogaveiki.

Þegar áhorfandi sér vídeó með YouTube efnisflokkun birtir síðan stafakóðann fyrir hvern efnisflokk sem er með gildi annað en Ekkert. Ef um er að ræða efnisflokka þar sem þú hefur valið þriðja valkostinn birtist plús eftir stafakóðann. Til dæmis birtist YouTube efnisflokkunin fyrir vídeó með klúru orðbragði, mildu ofbeldi, mildri fíkniefnanotkun og engri nekt eða kynferðislegum aðstæðum sem L+ V D.

Var þetta gagnlegt?

Hvernig getum við bætt þetta?
Leit
Hreinsa leit
Loka leit
Aðalvalmynd
2691372690562825954
true
Leita í hjálparmiðstöð
true
true
true
true
true
59
false
false