AdSense fyrir YouTube-reikningurinn minn var gerður óvirkur vegna ógildrar umferðar

Kerfin okkar fara reglulega yfir umferð á vídeóum til að ákvarða hvort umferð sé gild eða ógild. Ógild umferð er öll virkni sem ekki kemur frá raunverulegum notanda eða notanda með raunverulegan áhuga. Hún getur náð til, en takmarkast ekki við, sviksamlegra, óeðlilegra eða jafnvel óviljandi leiða til að auka auglýsingatekjur fyrir vídeó, ásamt fleiru. Ógild umferð getur haft áhrif á rásina þína jafnvel þótt þú sért ekki viljandi drifkrafturinn að baki hennar. 

Ef við komumst að því að AdSense fyrir YouTube-reikningurinn þinn tengist ógildri umferð, gætum við lokað reikningnum þínum. Með því að loka reikningnum þínum verndum við verkvanginn fyrir höfunda, auglýsendur og áhorfendur. Með því að vernda auglýsingakerfin okkar gegn ógildri umferð höldum við trausti auglýsenda sem þar með halda áfram að fjárfesta og gera höfundum, á borð við þig, kleift að afla tekna af eigin efni. 

Er hægt að setja reikninginn minn aftur inn eftir að hann hefur verið gerður óvirkur vegna ógildrar umferðar?

Í flestum tilfellum taka kerfin okkar réttar ákvarðanir varðandi ógilda umferð. En ef þú telur að mistök hafi verið gerð við þessa ákvörðun geturðu sent áfrýjun vegna ógildrar virkni. Þú verður að staðhæfa að hvorki þú né nokkur aðili undir þinni ábyrgð, beri á beinan eða óbeinan hátt ábyrgð á ógildu umferðinni. 

Þegar við fáum áfrýjunina munum við fara vandlega yfir upplýsingarnar sem okkur berast og gefa þér endanlega ákvörðun. Athugaðu að það er ekki tryggt að reikningurinn þinn verður settur aftur inn. Ekki er hægt að áfrýja aftur eftir að við höfum komist að niðurstöðu um áfrýjunina.

Hvaða ráð eru til um hvernig á að skrifa vel heppnaða áfrýjun vegna ógildrar umferðar? 

  • Skoðaðu þessi dæmi um ógilda umferð. Eiga einhverjar af þessum ástæðum við um þig eða efnið þitt? Getur verið að einhver hafi smellt of oft á auglýsingarnar þínar? Keyptirðu umferð sem olli sveiflu í ógildri umferð? Geturðu gert breytingar á efni eða hegðun til að koma í veg fyrir að ógild umferð gerist aftur?
  • Á áfrýjunareyðublaðinu vegna ógildrar umferðar skaltu deila netfanginu sem tengist óvirka AdSense fyrir YouTube-reikningnum þínum. Ef þú deilir netfanginu á eyðublaðinu auðveldar þú okkar að finna reikninginn þinn og draga úr töfum við vinnslu áfrýjunarinnar.
  • Auðkenndu allar mögulegar ástæður fyrir ógildu umferðinni á vídeóunum þínum. Segðu okkur líka hvernig þú munt tryggja að ógild umferð eigi sér ekki stað á ný. Gefðu eins miklar upplýsingar og hægt er til að útskýra mál þitt.
    • Segðu okkur til dæmis hvort þú hafir keypt umferð frá þriðja aðila til að stækka áhorfendahópinn. Útskýrðu að þú hafir hætt samstarfi með þessum þriðja aðila og að þú munir ekki vinna með þriðju aðilum til að kynna rásina þína í framtíðinni.  

Reikningurinn minn var gerður óvirkur og áfrýjuninni var hafnað. Get ég fengið að taka aftur þátt í þjónustunni eða opnað nýjan reikning?

Við skiljum áhyggjur þínar vegna aðgerðanna sem gripið var til í tengslum við reikninginn þinn. Aðgerðirnar eru gerðar eftir vandlega rannsókn starfsfólks okkar sem hefur í huga hagsmuni auglýsenda, útgefenda og áhorfenda. 

Höfundar sem eru gerðir óvirkir vegna ógildrar umferðar mega ekki lengur taka þátt í AdSense. Af þessari ástæðu mega þessir höfendur ekki opna nýja reikninga.

Google áskilur sér rétt á að gera reikninga óvirka af hvaða ástæðu sem er, þar á meðal vegna ógildrar umferðar hvaðan sem er.

Hvers vegna var reikningurinn minn gerður óvirkur fyrir að tengjast öðrum óvirkum reikningi?

Ef tengdur reikningur hefur verið gerður óvirkur er það vegna þess að sérfræðingar okkar telja að reikningurinn þinn stofni höfundum, áhorfendum og auglýsendum í hættu.

Fæ ég samt hagnað minn frá AdSense fyrir YouTube greiddan?

Ef reikningurinn þinn var gerður óvirkur vegna ógildrar umferðar eða brota gegn reglum, gætirður átt rétt á lokagreiðslu fyrir þann tekjuhluta sem ekki telst ógildur. Þegar reikningurinn er gerður óvirkur er 30 daga greiðslubið sett á svo hægt sé að reikna út lokagreiðsluna (ef einhver er). Skráðu þig inn í AdSense fyrir YouTube eftir þetta 30 daga tímabil til að sjá eftirstandandi inneign þína (ef einhver er) og gera ráðstafanir fyrir greiðslu. Frádregin upphæð frá lokainneigninni vegna ógildrar umferðar og brota á reglum höfunda verður endurgreidd til viðkomandi auglýsenda þar sem við á og mögulegt er.

Mun ég enn fá skattaeyðublöð fyrir greiðslurnar sem ég hef fengið?

Þú getur samt fengið skattaeyðublöð frá okkur ef þú: 

  • hefur fengið greiðslu frá okkur áður eða 
  • ert með eftirstandandi inneign á reikningnum þínum

Nánar um greiðslu skatta á AdSense fyrir YouTube-hagnaði.

Reikningurinn minn var settur aftur inn. Hvers vegna birtast engar auglýsingar á vefsvæðunum mínum, forritum eða vídeóum?

Þegar búið er að setja reikninginn aftur inn gætu liðið allt að 48 klukkustundir þar til auglýsingar birtast aftur. 

Athugaðu: þú gætir þurft að tengja YouTube-rásina þína aftur við AdSense fyrir YouTube-reikninginn þinn. Kynntu þér hvernig þú setur upp AdSense fyrir YouTube-reikning fyrir greiðslur.

Var þetta gagnlegt?

Hvernig getum við bætt þetta?
Leit
Hreinsa leit
Loka leit
Aðalvalmynd
15063995146248096912
true
Leita í hjálparmiðstöð
true
true
true
true
true
59
false
false