Tilkynning

Starfsfólk okkar fæst nú við mjög margar þjónustubeiðnir. Biðtími eftir svari við spurningum í tölvupóstum, spjalli og @TeamYouTube á Twitter getur verið lengri en vanalega.

Upplýsingagjöf fyrir breytt efni eða efni myndað með gervigreind

Við hvetjum höfunda til að nota ýmis verkfæri til að breyta og búa til efni á skapandi og ábyrgan hátt. Við gerum okkur þó grein fyrir því að áhorfendur vilja vita hvort það sem þeir eru að horfa á eða hlusta á er raunverulegt eða ekki.

Höfundar verða þess vegna að upplýsa áhorfendur þegar þeir hafa breytt efni á merkingarbæran hátt eða búið til efni með gervigreind sem virðist raunverulegt.

Höfundar verða að upplýsa um það ef efni þeirra inniheldur:

  • Raunverulegan einstakling sem virðist vera að segja eða gera eitthvað sem viðkomandi hefur ekki sagt eða gert
  • Breytt myndefni af alvöru viðburði eða stað
  • Atvik sem virðist geta verið raunverulegt en er það ekki

Þetta gæti átt við um efni sem hefur verið breytt að fullu eða að hluta til, eða er búið til í mynd- eða hljóðvinnslubúnaði.

Upplýsingagjöf með stillingunni „breytt efni“ í YouTube Studio

Höfundar geta notað stillinguna „breytt efni“ í YouTube Studio í tölvu til að upplýsa um efni sem hefur verið breytt á merkingarbæran hátt eða er búið til með gervigreind. Við munum seinna gera stillinguna tiltæka fyrir fleiri gerðir tækja og YouTube-forritin.

Þegar höfundur hefur valið þennan reit og hleður upp efni birtist merki í stækkuðum lýsingarreit vídeósins. Merkið mun eins og er birtast áhorfendum sem nota YouTube-forritið í síma eða spjaldtölvu en mun sjást á öllum gerðum tækja seinna meir.

Höfundar sem nota Óskahljóð eða Óskaskjá, gervigreindarverkfæri YouTube, þegar þeir búa til YouTube Short þurfa ekki að tilkynna um það sérstaklega. Verkfærið mun sjálfkrafa upplýsa um notkun á gervigreind fyrir höfunda. Ef höfundar nota önnur gervigreindarverkfæri þurfa þeir að tilkynna um það þegar þeir hlaða vídeóunum upp.

Dæmi um breytt efni eða efni myndað með gervigreind

Eftirfarandi listi inniheldur dæmi um breytt efni eða efni myndað með gervigreind. Breytt efni eða efni myndað með gervigreind getur átt við um efni sem hefur verið breytt að fullu eða að hluta til, eða er búið til, með mynd- eða hljóðvinnslubúnaði. Efni sem lítur raunverulega út og merkingarbærar breytingar krefjast upplýsingagjafar en ekki óraunverulegt efni eða minni breytingar. Hafðu í huga að listinn er ekki tæmandi.

Krefst þess ekki að höfundar upplýsi um það Krefst þess að höfundar upplýsi um það
  • Notkun á fegrunarsíum
  • Að búa til eða breyta efni með stafrænni tækni þar sem andliti einstaklings er skipt út og annað sett í staðinn
  • Að búa til eða bæta við bakgrunni sem líkir eftir bíl á ferð
  • Að breyta frægum eltingarleik í kvikmynd og klippa inn frægan einstakling sem ekki var í upprunalegu myndinni
  • Að nota brellur til að auka hljóðstyrkinn í eldri hljóðupptökum
  • Að líkja eftir hljóði og láta líta svo út að heilbrigðisstarfsmaður gefi ráð sem viðkomandi gerði ekki
  • Að nota myndefni af eldflaug sem búið er til með gervigreind í vídeói
  • Að sýna eldflaug skotið á raunverulega borg á raunsæjan hátt

 

Dæmi um efni sem höfundar þurfa ekki að upplýsa um
Höfundar þurfa ekki að upplýsa um það þegar þeir breyta eða búa til óraunverulegt efni með gervigreind eða gera minniháttar breytingar á raunverulegu efni. Minniháttar breytingar eru breytingar sem aðallega varða útlit og ekki innihald á þann hátt að áhorfendur gætu velkst í vafa um hvað gerðist í raun og veru.
Dæmi um efni, breytingar eða úrbætur á vídeóum sem höfundar þurfa ekki að upplýsa um:
  • Óraunverulegt efni
    • Einhver ríður á einhyrningi í gegnum furðuveröld
    • Græntjald notað til að sýna einhvern svífa um í geimnum
  • Minniháttar breytingar
    • Litabreytingar eða ljóssíur
    • Brellusíur, svo sem að blörra bakgrunninn eða bæta við gamaldags yfirbragði
    • Framleiðsluatriði svo sem að nota gervigreindarverkfæri til að búa til eða bæta vídeóútlínur, letur, smámyndir, titil eða upplýsingagrafík
    • Gerð skjátexta
    • Lagfæring á skerpu, fínstillingar eða lagfæringar á vídeói og radd- eða hljóðviðgerðir
    • Hugmyndavinna

Hafðu í huga að listinn hér að ofan er ekki tæmandi.

Dæmi um efni sem höfundar þurfa að upplýsa um
Höfundar verða að upplýsa áhorfendur þegar þeir búa til efni með gervigreind sem virðist raunverulegt eða breyta efni á merkingarbæran hátt.
Dæmi um efni, breytingar eða úrbætur á vídeóum sem höfundar verða að upplýsa um:
  • Tónlist búin til með gervigreind (þar á meðal tónlist búin til með Creator Music)
  • Að klóna rödd einhvers og nota í talsetningu
  • Að bæta við myndefni af raunverulegum stað með gervigreind, svo sem vídeó af brimbrettaiðkanda á Maui til notkunar í ferðaauglýsingu
  • Að búa til vídeó með gervigreind sem lítur út fyrir að geta verið raunverulegt þar sem tveir raunverulegir atvinnumenn í tennis spila leik
  • Að láta líta út fyrir að einhver gefi ráð sem viðkomandi hefur ekki gefið
  • Að breyta hljóði á stafrænan hátt til að láta líta svo út sem vinsæll flytjandi hafi sungið falskt á tónleikum
  • Að sýna á raunsæjan hátt hvirfilbyl eða önnur veðurfyrirbæri nálgast raunverulega borg ef það gerðist ekki í raun og veru
  • Að láta líta út fyrir að starfsmenn sjúkrahúss hafi vísað veikum eða slösuðum sjúklingum frá
  • Að sýna opinbera persónu stela einhverju sem viðkomandi hefur ekki stolið eða viðurkenna að hafa stolið einhverju ef viðkomandi viðurkenndi það ekki
  • Að láta líta út fyrir að raunveruleg persóna hafi verið handtekin eða sett í fangelsi

Hafðu í huga að listinn hér að ofan er ekki tæmandi.

Upplýsingagjöf um breytt efni eða efni myndað með gervigreind

Höfundar verða að upplýsa áhorfendur þegar þeir breyta efni á merkingarbæran hátt eða búa til efni með gervigreind sem virðist raunverulegt. Höfundar geta upplýst um það þegar þeir hlaða efninu upp.

Í YouTube Studio í tölvu

  1. Farðu í YouTube Studio.
  2. Fylgdu leiðbeiningunum til að hlaða upp efni.
  3. Í upplýsingahlutanum fyrir neðan „Breytt efni“ skaltu velja til að svara spurningum sem tengjast upplýsingagjöf.
  4. Haltu áfram og veldu aðrar upplýsingar um vídeóið.

Ef höfundur býr til YouTube Short og notar einhver af gervigreindarverkfærum YouTube (svo sem Óskahljóð eða Óskaskjá) þarf ekki að gera frekari ráðstafanir til að upplýsa um það eins og er. Verkfærið mun sjálfkrafa upplýsa um notkun á gervigreind fyrir höfunda.

Til að hjálpa höfundum gætum við forvirkt valið upplýsingagjöf fyrir þá ef þeir upplýsa um það í titli eða lýsingu vídeós að þeir hafi breytt efni eða myndað efni með gervigreind.

Hvað gerist eftir upplýsingagjöf höfunda

Ef höfundar velja „Já“ til merkis um að efni þeirra sé breytt eða sé myndað með gervigreind munum við bæta við merki í lýsingarreit vídeósins. Eins og er munu áhorfendur sem horfa á YouTube-vídeó í snjalltækjum og spjaldtölvum sjá merkin.

Merki í stækkaða lýsingarreitnum

Viðbótarmerki fyrir viðkvæmt efni

Vel tímasettar hágæðaupplýsingar um kosningar, yfirstandandi átök, náttúruhamfarir, fjármál eða heilbrigðismál eru mjög mikilvægar. Upplýsingar af þessu tagi geta haft gífurleg áhrif á velferð, fjármálaöryggi eða öryggi fólks og samfélaga. Til að auka gagnsæi gætum við bætt við áberandi merki í vídeóspilararanum fyrir efni um viðkvæm málefni af þessu tagi.

Önnur áhrif af upplýsingagjöf

Að upplýsa um að efni hafi verið breytt eða sé búið til með gervigreind takmarkar ekki hverjir geta horft á vídeóið eða möguleika á tekjuöflun af því.

Áhættur ef ekki er upplýst

Það getur haft villandi áhrif á áhorfendur ef þeir halda að vídeó sé raunverulegt ef því hefur í raun verið breytt á merkingarbæran hátt eða það er myndað með gervigreind og virðist vera raunverulegt.

Ef ekki er upplýst um slíkt efni gæti YouTube í sumum tilvikum gripið til aðgerða til að draga úr hættu á að áhorfendur skaðist með því að setja merki við efnið sem höfundar geta ekki fjarlægt. Þar að auki gætu höfundar sem ítrekað velja að upplýsa ekki um efni af þessu tagi sætt refsingum af hálfu YouTube, þar á meðal að efni þeirra sé fjarlægt eða þeir útilokaðir úr þjónustu YouTube fyrir samstarfsaðila.

Mundu að reglur netsamfélagsins okkar gilda um allt efni á YouTube, líka breytt efni eða efni myndað með gervigreind.

Var þetta gagnlegt?

Hvernig getum við bætt þetta?
Leit
Hreinsa leit
Loka leit
Aðalvalmynd
5625083191387472315
true
Leita í hjálparmiðstöð
true
true
true
true
true
59
false
false