Notaðu Óskahljóð til að búa til gervigreindarhljóðspor í Shorts

YouTube er stöðugt að prófa nýja tilraunaeiginleika. Þessi eiginleiki er sem stendur aðeins í boði fyrir takmarkaðan hóp höfunda í Bandaríkjunum. Takmörkuðu tilrauninni er ætlað að tryggja að við séum að grípa til viðeigandi ráðstafana til að læra og smíða í tengslum við síðari útgáfur vörunnar.

Áhorfendur um heim allan geta notað hljóðrásirnar eins og þær koma fyrir til að endurblanda og nýta í Shorts hjá sér.

Óskahljóð er pakki með tilraunaverkfærum sem gera höfundum kleift að búa til einstaka tónlist fyrir Shorts. Við höfum fulla trú á því að þetta muni skapa blómlegt vistkerfi sem gagnist flytjendum, höfundum og aðdáendum. Valdir flytjendur og raddir þeirra búnar til með gervigreind tóku þátt í fyrstu tilrauninni okkar í Shorts. Við bætum nú nýjum valmöguleika við í Shorts þar sem hægt er að nota gervigreind til að búa til lög án söngs.

Svona virkar þetta

Verkfærið er innfellt í Shorts-verkfærin og það er nóg að slá inn það sem þig langar að koma á framfæri til að búa til lag með gervigreind sem er byggt á einum af uppáhaldsflytjendunum þínum eða lög án söngs. Þú getur deilt tónlistinni með áhorfendum og þeir geta notað hana til að búa til sínar eigin endurblandanir. Tónlistin sem búin er til af gervigreind verður merkt til að gefa til kynna að hún hafi verið búin til með Óskahljóðum.

  1. Opnaðu YouTube-forritið .
  2. Ýttu á Búa til .
  3. Efst skaltu ýta á Bæta við hljóði  og svoBúa til .
  4. Veldu flytjanda eða stíl og lýstu því hvers konar lag þú vilt búa til.
    • Athugaðu: Þú getur slegið inn textaskipanir á ensku. Skipanir takmarkast við 50 stafi og falla undir ýmsa öryggiseiginleika.
  5. Ýttu á Búa til. Þú getur forskoðað lagið og textann.
  6. Ýttu á Áfram . Þú getur tekið upp vídeó við það og notað breytingaskjáinn til að bæta við texta, síum og fleiru.
  7. Ýttu á Áfram. Bættu ítaratriðum við vídeóið, til dæmis lýsingu og persónuverndarstillingum.
  8. Ýttu á Hlaða upp Short til að birta.

Algengar spurningar

Leitaðu frekari svara við spurningum þínum varðandi þennan eiginleika hér að neðan:

Hver getur notað Óskahljóð?

Við byrjum með takmarkaðan hóp höfunda í Bandaríkjunum og flytjendur sem hafa valið að taka þátt. Þetta er, sem stendur, takmörkuð tilraun sem er ætlað að tryggja að við séum að grípa til viðeigandi ráðstafana til að læra og smíða í tengslum við síðari útgáfur vörunnar.

Hver getur séð gervigreindarhljóðsporið?

Hver sem er getur séð gervigreindarhljóðspor og búið til sína eigin endurblöndun í kjölfarið.

Hver getur endurblandað lögin?

Þegar vídeó og lag hafa verið birt eru þau tiltæk í Shorts-spilaranum, þar sem allir aðrir geta skoðað þau og endurblandað. Það þýðir að hver sem er getur tekið Shorts og endurblandað með því að nota eiginleikana „Nota þetta hljóð”, „Klippa þetta vídeó” og „Græntjald”.

Hvernig eru áhugasamir flytjendur valdir í þjónustuna?

Flytjendurnir sem birtast í hringekjunni eru fulltrúar fyrir ýmsar einstakar raddir og stíla, sem gerir höfundum kleift að sýna alla möguleika eiginleikans.

Er hægt að hlaða lögunum niður?

Nei, það er ekki hægt að hlaða niður tónlist sem búin er til með gervigreind. Hins vegar er hægt að hlaða niður vissum Shorts sem innihalda tónlist sem búin er til með gervigreind.

Hvaða reglur gilda?

Reglur netsamfélagsins á YouTube eiga við um allt efni á YouTube, þar á meðal efni sem búið er til með Óskahljóðum, og við munum áfram kappkosta að fjarlægja allt efni sem brýtur gegn reglum okkar.

Hverjar eru tekjuöflunarreglur Óskahljóða?

Nánar um tekjuöflunarreglur rása og tekjuöflunarreglur Shorts fyrir Óskahljóð.

Var þetta gagnlegt?

Hvernig getum við bætt þetta?
Leit
Hreinsa leit
Loka leit
Aðalvalmynd
1328731046421395845
true
Leita í hjálparmiðstöð
true
true
true
true
true
59
false
false