Birta eða aftengja þætti úr RSS-straumi á YouTube

Ef þú ert hlaðvarpshöfundur geturðu hlaðið hlaðvörpunum þínum upp á YouTube úr RSS-straumi í YouTube Studio. Fylgdu leiðbeiningunum hér að neðan til að birta eða aftengja RSS-straum. Þú getur líka fengið meiri upplýsingar um upphleðslu á hlaðvörpum úr RSS-straumum á YouTube.

Athugaðu: RSS-innflutningur er í boði í völdum löndum/landsvæðum.

Hvernig hægt er að hlaða hlaðvörpum sem eru aðallega hljóðefni upp á YouTube með RSS-straumum

Tengdu RSS-strauminn þinn til að hlaða hlaðvörpum upp á YouTube

Áður en þú byrjar skaltu skrá þig inn á YouTube Studio. Síðan fylgirðu leiðbeiningunum hér að neðan til að hlaða hlaðvarpsþáttum upp á YouTube úr RSS-straumi.

Innsending á RSS-straumi á YouTube

1. Í YouTube Studio skaltu smella á Búa til  og síðan Nýtt hlaðvarp og síðan Senda RSS-straum .

Athugaðu: Ef þú ert ekki með aðgang að ítareiginleikum þarftu að staðfesta hver þú ert.

2. Lestu og samþykktu þjónustuskilmála RSS-innflutningsverkfærisins. 

3. Lestu leiðbeiningarnar á skjánum og smelltu á Áfram.

4. Sláðu inn vefslóð RSS-straumsins og smelltu á Áfram.

5. Smelltu á Senda kóða til að staðfesta reikninginn þinn. 

6. Sláðu inn staðfestingarkóðann sem sendur var á netfangið í RSS-straumnum og smelltu á Staðfesta. Ef þú veist ekki hvert netfang RSS-straumsins er skaltu hafa samband við hýsingaraðilann.

7. Veldu hvaða þáttum þú vilt hlaða upp á YouTube og smelltu á Áfram. Þú getur valið um að hlaða upp:

  • Öllum tiltækum þáttum
  • Þáttum sem gefnir hafa verið út eftir ákveðna dagsetningu
  • Öllum þáttum frá og með nú
Ef þættirnir innihalda kostaðar kynningar skaltu líka merkja við „Flestir þáttanna úr RSS-straumnum innihalda kostaðar kynningar“. Nánar um góð vinnubrögð í tengslum við RSS-strauma á YouTube.

8. Farðu yfir upplýsingar um sýnileika og smelltu á Vista.

Birtu hlaðvörp úr RSS-straumnum þínum

Það gætu liðið nokkrir dagar frá því að þú tengir strauminn þinn þar til þættirnir þínir hlaðast upp. Þú munt fá tölvupóst þegar hlaðvarpið þitt er tilbúið til birtingar en það verður ekki birt fyrr en þú hefur fylgt skrefunum hér að neðan. 

Svona birtirðu straum:

  1. Í YouTube Studio ferðu í Efni og síðan Hlaðvörp.
  2. Undir „Fjölda vídeóa“ smellirðu á Birta við hliðina á hlaðvarpsstraumnum þínum. Hnappurinn birtist ekki fyrr en þættirnir hafa hlaðist upp. 

Þegar þú hefur birt mun hlaðvarpið þitt og allir nýir þættir verða sýnilegir öllum á YouTube. Þú getur breytt þessum stillingum á síðunni Upplýsingar um hlaðvarp. Sjáðu í næsta hluta hvernig þú breytir sjálfgefnum sýnileika vídeós.

Breyta upplýsingum um hlaðvarp

Ef upplýsingar um hlaðvarpið vantar í RSS-strauminn eða ef þær eru rangar geturðu breytt þeim á síðunni Upplýsingar um hlaðvarp.

1. Í YouTube Studio ferðu í Efni og síðan Hlaðvörp.
2. Haltu bendlinum yfir hlaðvarpið sem þú vilt breyta og veldu UpplýsingarBreytingastilling, blýantstákn.
3. Þú getur uppfært stillingar fyrir eftirfarandi á síðunni Upplýsingar um hlaðvarp:

  • Titla
  • Lýsingar
  • Sýnileika vídeóa
  • Sjálfgefna röðun vídeóa
  • RSS-stillingar

4. Smelltu á Vista þegar allt er tilbúið.

Athugaðu: Upplýsingar um þætti uppfærast sjálfkrafa úr RSS-straumnum. Ef upplýsingar um þætti breytast geturðu breytt þeim í RSS-straumnum. Ef þú breytir upplýsingum um þátt í YouTube Studio munum við sjá til þess að breytingar verði ekki uppfærðar úr RSS-straumnum fyrir þann tiltekna þátt.

Aftengja RSS-straum frá YouTube-hlaðvarpinu þínu

Ef þú aftengir RSS-straum frá hlaðvarpinu þínu á YouTube hlaðast nýir þættir ekki upp. 

  1. Í YouTube Studio ferðu í Efni og síðan Hlaðvörp.
  2. Haltu bendlinum yfir hlaðvarpið sem þú vilt breyta og veldu UpplýsingarBreytingastilling, blýantstákn.
  3. Finndu tengilinn á RSS-strauminn þinn á síðunni Upplýsingar um hlaðvarp og smelltu á Aftengja.
  4. Staðfestu að þú viljir aftengja RSS-strauminn frá rásinni þinni.

Hlaða þætti upp aftur

Ef þú vilt uppfæra hljóðskrá úr RSS-straumi skaltu fylgja leiðbeiningunum hér að neðan til að hlaða vídeóinu þínu upp aftur.

  1. Í YouTube Studio ferðu í Efni og síðan Hlaðvörp.
  2. Haltu bendlinum yfir hlaðvarpið sem þú vilt breyta og veldu Vídeó.
  3. Haltu bendlinum yfir vídeóinu sem þú vilt hlaða upp aftur og smelltu á valmyndina.
  4. Veldu Hlaða aftur upp úr RSS-straumi

Var þetta gagnlegt?

Hvernig getum við bætt þetta?
Leit
Hreinsa leit
Loka leit
Aðalvalmynd
8114146925459362340
true
Leita í hjálparmiðstöð
true
true
true
true
true
59
false
false