Senda hlaðvörp úr RSS-straumi

Ef þú ert hlaðvarpshöfundur sem leggur megináherslu á hljóðefni og dreifir hlaðvarpinu með RSS-straumi geturðu hlaðið RSS-straumnum upp á YouTube. Nánar um hvernig innsending RSS-strauma virkar hér að neðan. Síðan skaltu skoða hvernig þú getur birt RSS-strauminn þinn á YouTube.

Athugaðu: RSS-innflutningur er í boði í völdum löndum/landsvæðum.

Hvernig hægt er að hlaða hlaðvörpum sem eru aðallega hljóðefni upp á YouTube með RSS-straumum

Svona notarðu RSS-straum til að hlaða hlaðvörpum upp á YouTube

Þegar þú sendir RSS-straum á YouTube mun YouTube will búa til vídeó fyrir hvern hlaðvarpsþátt sem þú velur að hlaða upp. YouTube notar hlaðvarpsþáttamyndina þína til að búa til vídeó með kyrrmynd og hlaða því upp á rásina þína fyrir þig. Þegar nýjum þætti er bætt við RSS-strauminn þinn hleðst hann sjálfkrafa upp á rásina þín og við látum gjaldgenga áskrifendur vita af því. 

YouTube mun ekki:

  • Dreifa hlaðvarpinu þínu á öðrum verkvöngum. Hlaðvarpið þitt verður bara tiltækt á YouTube og YouTube Music.
  • Láta áskrifendur þínar vita þegar eldri þáttum er bætt við rásina þína úr RSS-straumi.
  • Uppfæra sjálfkrafa upplýsingar sem gerðar eru um þátt í RSS-straumnum. Kynntu þér hvernig þú breytir upplýsingum um hlaðvarp.
  • Uppfæra sjálfkrafa hjóðskrár sem hlaðið er aftur upp í RSS-strauminn. Kynntu þér hvernig þú hleður þáttum upp aftur.
  • Leyfa ógild tákn í heitum eða lýsingum hlaðvarpa og þátta, svo sem „>”, „<" HTML

Góð vinnubrögð

Samkvæmt þjónustuskilmálum YouTube mega hlaðvörp sem þú hleður upp á YouTube ekki innihalda auglýsingar. Ef að hlaðvarpið þitt inniheldur kostaðar kynningar (sem til dæmis þáttastjórnandinn les upp), kostun eða meðmæli ber þér skylda til að láta okkur vita og fara eftir gildandi reglum.

Til að láta okkur vita um kostaða kynningu geturðu annað hvort:

  • Merkt við reitinn fyrir kostaðar kynningar á upplýsingasíðu hlaðvarpsins eða
  • Uppfært stillingar fyrir vídeóið á upplýsingasíðu vídeósins.

Þegar þú sendir RSS-straum til YouTube í fyrsta skipti verður þáttunum sem þú velur hlaðið upp sem lokuðum vídeóum. Við uppsetningu mælum við með að þú bíðir þangað til búið er að hlaða upp öllum þáttunum áður en þú gerir hlaðvarpið þitt opinbert ef ske kynni að einhver vandamál kæmu upp.

Þegar þættirnir þínir hafa hlaðist upp skaltu skanna eftir tekjuöflunar- og höfundarréttarvandamálum. Það hjálpar þér að komast hjá tillköllum og punktum.

Algengar spurningar

Get ég sent RSS-straum ef ég er þegar með hlaðvarp á YouTube?

Já. Þetta þarftu að gera til að byrja að senda þætti úr RSS-straumi:
  1. Opnaðu YouTube Studio og veldu Efni og síðan Hlaðvörp.
  2. Haltu bendlinum yfir hlaðvarpið sem þú vilt breyta og smelltu á UpplýsingarBreytingastilling, blýantstákn.
  3. Á upplýsingasíðu hlaðvarpsins, undir „RSS -stillingar“, skaltu smella á Tengja við RSS-straum.

Til að koma í veg fyrir tvítekningar mælum við með að þú hlaðir upp þáttum eftir nýjasta þáttinn sem er þegar á YouTube. Þú getur valið dagsetninguna þegar þú sendir RSS-strauminn þinn í Studio.

Til að sjá hvernig þú tengir RSS-strauminn við rásina þína skaltu kynna þér þessa grein á hjálparmiðstöðinni.

Ef ég hleð nýrri hljóðskrá fyrir þátt upp í RSS-strauminn min, uppfærist hún þá sjálfkrafa á YouTube?

Nei. Sama gildir um hljóð í vídeói sem kemur úr RSS-straumi og önnur vídeó á YouTube – það er ekki hægt að uppfæra það eftir að vídeóið hefur verið birt. Þetta þarftu að gera til að hlaða upp nýrri útgáfu af þætti:
  1. Opnaðu YouTube Studio og veldu Efni og síðan Hlaðvörp.
  2. Haltu bendlinum yfir hlaðvarpið sem þú vilt breyta og veldu Vídeó.
  3. Haltu bendlinum yfir vídeóinu sem þú vilt hlaða upp aftur og smelltu á valmyndina.
  4. Veldu Hlaða aftur upp úr RSS-straumi.

Þannig býrðu til nýtt vídeó fyrir þáttinn þinn. Gamla vídeóið verður stillt sem lokað svo að þú getir enn séð gögn fyrir það, svo sem áhorf og ummæli. 

Hvernig sannreyni ég eignarhald á RSS-straumnum?

Athugaðu netfangið á RSS-straumnum þínum til að staðfesta eignarhald. Sláðu inn staðfestingarkóðann í tölvupóstinum og smelltu á Staðfesta.

Ef þú þekkir ekki netfangið á RSS-straumnum skaltu hafa samband við hýsingaraðilann.

Hvernig breyti ég sjálfgefnum sýnileika fyrir þætti í straumnum mínum?

Þegar þú hefur birt hlaðvarpið þitt á YouTube verða allir þættir sýnilegir öllum. Þú getur breytt þessari stillingum á upplýsingasíðu hlaðvarpsins.
  1. Í YouTube Studio ferðu í Efni og síðan Hlaðvörp.
  2. Haltu bendlinum yfir hlaðvarpið sem þú vilt breyta og smelltu á UpplýsingarBreytingastilling, blýantstákn.
  3. Undir „ Sjálfgefinn sýnileiki fyrir RSS-vídeó“ skaltu velja á milli eftirfarandi valmöguleika: Lokað, Óskráð eða Opinbert.
  4. Smelltu á Vista.

Þegar þú hefur uppfært sýnileikastillingu hlaðvarpsins gildir sá valmöguleiki fyrir allt nýtt efni sem hlaðið er upp fyrir hlaðvarpið.

Hvernig er vídeóum úr RSS-straumnum mínum raðað á YouTube?

Á síðu spilunarlistans er vídeóum sem hlaðið er upp frá RSS raðað eftir útgáfudegi RSS-straumsins. Ef enginn útgáfudagur finnst röðum við þáttum eftir því hvaða dag þeir voru birtir á YouTube. Útgáfudagurinn er ekki staðfestur af YouTube.  

Hvaða dagsetningu á þætti sjá áhorfendur á YouTube?

YouTube mun sýna útgáfudag þáttarins á sumum vettvöngum (úr RSS-straumnum þínum) og útgáfudagsetningu á YouTube á öðrum. Útgáfudagurinn er ekki staðfestur af YouTube. Ef enginn útgáfudagur finnst röðum við þáttum eftir því hvaða dag þeir voru birtir á YouTube. Dagsetningin á RSS-straumnum breytist ekki þótt þú breytir útgáfudeginum í YouTube Studio.

Hvers vegna eru gamlir þættir úr RSS-straumnum mínum efst í vídeóflipanum?

Efninu í vídeóflipa rásarinnar er raðað eftir dagsetningu upphleðslu á YouTube. Í framtíðinni mun vídeóflipinn taka tillit til útgáfudags RSS þegar vídeóum er raðað í tímaröð.

Get ég hlaðið upp fleiri þáttum eftir að ég tengi RSS-strauminn minn við hlaðvarp á YouTube?

Já. Þú getur hlaðið upp fleiri þáttum úr RSS-straumnum þínum á upplýsingasíðu hlaðvarpsins.
  1. Í YouTube Studio ferðu í Efni og síðan Hlaðvörp.
  2. Haltu bendlinum yfir hlaðvarpið sem þú vilt breyta og smelltu á UpplýsingarBreytingastilling, blýantstákn.
  3. Neðst á upplýsingasíðu hlaðvarpsins skaltu smella á Sýna meira.
  4. Undir „Þættir til upphleðslu“ skaltu velja þá þætti sem þú vilt sækja. 
  5. Farðu yfir upplýsingar um sýnileika og smelltu á Vista.

Allir þættir sem þú hleður upp fá sjálfgefnu sýnileikastillinguna þína. Þú getur breytt sýnileika vídeós fyrir hlaðvörp sem þú hleður úr RSS-straumi á upplýsingasíðu hlaðvarpsins.

Ef ég eyði vídeói úr hlaðvarpinu mínu á YouTube, eyðist þátturinn þá líka úr RSS-straumnum mínum?

Nei, YouTube breytir aldrei RSS-straumnum þínum.

Var þetta gagnlegt?

Hvernig getum við bætt þetta?
Leit
Hreinsa leit
Loka leit
Aðalvalmynd
1267883079058511094
true
Leita í hjálparmiðstöð
true
true
true
true
true
59
false
false