Lagfæra villur við skráningu í YouTube Premium og YouTube Music Premium

Ef þú færð villuboð þegar þú reynir að gerast meðlimur í YouTube Premium eða YouTube Music Premium skaltu finna viðkomandi villuboð hér að neðan til að leysa vandamálið.

„Við gátum ekki staðfest landið þitt"

YouTube þarf að staðfesta landið þitt til að sýna áskriftir og tilboð sem þér standa til boða. Ef þú færð skilaboð sem segja „Við gátum ekki staðfest landið þitt” skaltu fylgja skrefunum hér fyrir neðan til að leysa málið.

  • Tengjast öðru netkerfi.
  • Nota annað tæki.
  • Kaupa YouTube Premium í snjallforritinu:
  1. Opnaðu YouTube-forritið í síma eða spjaldtölvu.
  2. Skráðu þig inn á Google-reikninginn sem þú vilt nota með aðildinni.
  3. Veldu prófílmyndina þína  > Fáðu YouTube Premium eða Fáðu Music Premium.
  4. Ef þú ert gjaldgeng(ur) geturðu hafið prufuaðildina. Annars skaltu fylgja skrefunum til að hefja gjaldskylda aðild.
Ef þú notar VPN-net eða staðgengilsþjónustu skaltu leita í hjálparmiðstöð eða vefsíðu þjónustunnar til að fá upplýsingar um hvernig þú getur slökkt á því. Þegar því er lokið skaltu skrá þig í aðild á youtube.com/premium eða youtube.com/musicpremium.

Workspace-reikningar

  • Þú getur ekki skráð þig í einstaklingsaðild eða fjölskylduaðild að YouTube Premium gegnum Workspace-reikning nema um sé að ræða Workspace-reikning fyrir einstakling.
  • Þú getur skráð þig í nemendaaðild að YouTube Premium með hvaða Workspace-reikningi sem er.
  • Ef þú telur að þú eigir rétt á prufuaðild en sérð ekki prufuaðildarvalkostinn skaltu skipta yfir á einkareikninginn þinn og skrá þig á youtube.com/premium.

Var þetta gagnlegt?

Hvernig getum við bætt þetta?
Leit
Hreinsa leit
Loka leit
Aðalvalmynd
13902120246202401516
true
Leita í hjálparmiðstöð
true
true
true
true
true
59
false
false