Gefðu lengri vídeóunum þínum nýtt líf og deildu þeim með Shorts-áhorfendum með því að búa til Shorts úr vídeóum sem þú hefur nú þegar hlaðið upp.
Breyttu vídeóunum þínum í Shorts á auðveldan hátt 🩳
Shorts sem þú býrð til úr vídeóunum þínum eru tengd upprunalega vídeóinu þannig að nýir áhorfendur eiga kost á að uppgötva efnið þitt.
Ólíkt endurblöndun á efni geta engir aðrir en þú breytt lengra vídeóinu þínu í Short.
Búðu til Shorts úr lengri vídeóunum þínum
Til að búa til Short úr opinberu vídeói sem þú hefur hlaðið upp:
- Farðu á áhorfssíðu vídeósins.
- Ýttu á Endurblanda Breyta í Short til að opna Shorts-vinnsluhaminn.
- Veldu allt að 60 sekúndur í vídeóinu ýttu á Áfram til að bæta við þínum eigin brellum, til dæmis síum eða texta, áður en þú hleður upp Short-vídeóinu.
- Ábending: Til að velja annað útlit skaltu ýta áÚtlit. Nánar um Útlit.
Þú getur ekki notað tónlist eða önnur hljóð úr hljóðsafninu okkar í Shorts sem þú býrð til úr vídeóunum þínum. Nánar um hvernig þú býrð til YouTube Shorts.
Viltu taka upp meira vídeó?
Ef þú velur minna en 60 sekúndur úr vídeóinu til að breyta í Short geturðu tekið upp fleiri vídeóhluta, allt að 60 sekúndum. Þú getur til dæmis valið 45 sekúndur í lengra vídeói sem þú hlóðst upp og síðan tekið upp 15 sekúndna vídeó með Shorts-myndavélinni.
Til að taka upp meira vídeó skaltu ýta til baka eftir að þú hefur valið efni og þá ferðu í Shorts-myndavélina og getur byrjað að taka upp.Nánar um gerð Shorts úr vídeóunum þínum
Hvers vegna sé ég ekki valkost um að breyta í Short?
Þú getur bara breytt lengri vídeóum sem þú hefur hlaðið upp í Shorts. Lokuð og óskráð vídeó, vídeó sem eru „ætluð börnum“ og vídeó með tilköll til höfundarréttar frá þriðja aðila má ekki nota með þessum eiginleika.
Ef þú finnur ekki valkostinn að breyta vídeóinu þínu í Short skaltu passa að það hafi verið valið í sömplun á YouTube. Til að leyfa Shorts-sömplun í vídeói:
- Skráðu þig inn í YouTube Studio.
- Smelltu á Efni í vinstri valmyndinni.
- Smelltu á heiti eða smámynd vídeós sem þú vilt breyta í Short.
- Flettu smelltu á SÝNA MEIRA.
- Flettu niður að „Shorts-sömplun“ merktu í reitinn við hliðina á „Leyfa fólki að sampla efnið“.
- Smelltu á VISTA.