Skoðaðu hvort eignir séu gjaldgengar í tekjudeilingu

Creator Music er nú í boði fyrir bandaríska höfunda í þjónustu YouTube fyrir samstarfsaðila (YPP). Þetta verður síðar í boði fyrir YPP-höfunda utan Bandaríkjanna.

Ef þú býður upp á leyfi fyrir tónlist í Creator Music gætu sumar eignirnar þínar einnig verið gjaldgengar í tekjudeilingu með höfundum sem veita leyfi fyrir tónlist í Creator Music.

Athugaðu: Einungis hljóðupptökur eru gjaldgengar í tekjudeilingu.

Finna hvaða eignir geta deilt tekjum

  1. Skráðu þig inn í Efnisstjórnun Studio.
  2. Í vinstri valmyndinni skaltu velja Eignir .
  3. Smelltu á síustikuna og svo Staða tekjudeilingar.
  4. Veldu eina eða fleiri síur:
    • Tekjudeiling á öllum landsvæðum: Hægt er að deila tekjum af eigninni á öllum landsvæðum.
    • Tekjudeiling á sumum landsvæðum: Hægt er að deila tekjum af eigninni á sumum landsvæðum.
    • Ekki gjaldgengt í tekjudeilingu á neinu landsvæði: Ekki er hægt að deila tekjum af eign. Nánar hér að neðan.
      • Athugaðu: Eignir gætu áfram verið gjaldgengar í venjuleg tekjuöflunartilköll.
  5. Smelltu á NOTA.
  6. Smelltu á síustikuna og svo Tegund tekjudeilingar.
  7. Veldu eina eða fleiri síur:
    • Tekjudeiling: Eign býr sem stendur til tilköll sem afla tekna.
    • Tekjudeiling með takmörkunum: Eign býr sem stendur til tilköll sem deila tekjum með notkunartakmörkunum (höfundar geta notað að hámarki 30 sekúndur af efni í að minnsta kosti 3 mínútna vídeói).
  8. Smelltu á NOTA.
Hafðu í huga: Ef eign sem er gjaldgeng í tekjudeilingu er með virka leyfisstefnu verður eignin tiltæk í takmarkaða notkun. Ef eignin er ekki með neina virka leyfisstefnu verður eignin tiltæk í ótakmarkaða notkun.
Tekudeiling eftir landsvæði

Til að skoða tekjudeilingarstöðu eignar eftir landsvæði:

  1. Á síðunni Eignir skaltu smella á eign.
  2. Í vinstri valmyndinni skaltu velja Tekjuöflun .
  3. Smelltu á flipann Tekjudeiling.
    • Athugaðu: Þú getur skoðað yfirlit yfir stöðu tekjudeilingarinnar á flipanum Yfirlit.
Tekjudeilingartákn
Þú getur líka séð hvaða eignir eru gjaldgengar í tekjudeilingu með því að nota táknin í dálknum Tekjudeiling á síðunni Eignir:
Tekjudeiling er virk
Tekjudeiling er virk á sumum landsvæðum
Tekjudeiling er virk með takmörkunum
Tekjudeiling er virk með takmörkunum á sumum landsvæðum
Eign er ekki gjaldgeng í tekjudeilingu. Nánar hér að neðan.

Flytja út gögn um gjaldgengi í tekjudeilingu

  1. Fylgdu leiðbeiningunum að ofan til að skoða gögnin sem þú vilt flytja út.
  2. Merktu í reitinn við hliðina á hverri eign sem þú vilt flytja út upplýsingar um:
    • Hakaðu við reitinn „Velja allt“ efst til að velja allar eignir á einni síðu.
    • Til að velja allar eignir á öllum síðum skaltu merkja í reitinn „Velja allt“ efst og svo „Velja allar samsvarandi“.
    • Athugaðu: Þú getur flutt út 2 milljón eignir að hámarki í hvert skipti.
  3. Í borðanum efst skaltu smella á Flytja út  og svo Gildi aðskilin með kommu (.csv). Vinnsla á CSV-skránni mun hefjast.
    • Athugaðu: Þú getur farið af síðunni eða framkvæmt aðrar magnaðgerðir á meðan vinnslu á skránni stendur.
  4. Þegar skráin er tilbúin skaltu smella á SÆKJA.

Skildu hvers vegna eign getur ekki deilt tekjum

Á síðunni Eignir sýnir dálkurinn Tekjudeiling hvort eign getur deilt tekjum. Haltu yfir Ekki gjaldgeng  til að sjá hvers vegna eign getur ekki deilt tekjum:

Árekstur í eignarhaldi á hljóðupptöku

Árekstur í eignarhaldi er að finna í hljóðupptöku.

Ósamhæfar eignarreglur um innfellt tónverk

Útgefandi er með reglu um að loka á eða vakta fyrir notkun undir 30 sekúndum. Til að vera gjaldgeng í tekjudeilingu þurfa reglur eignarinnar að leyfa tekjuöflun þegar efnið er notað í undir 30 sekúndur.

Ósamrýmanlegar reglur um hljóðupptökur

Samsvörunarreglur hljóðupptöku eru með reglu um að loka á eða vakta ef um er að ræða notkun í undir 30 sekúndur. Til að vera gjaldgeng í tekjudeilingu þurfa samsvörunarreglur eignarinnar að leyfa tekjuöflun þegar efnið er notað í undir 30 sekúndur.

 

Ábending: Á síðunni Eignir geturðu smellt á hvaða eign sem er og valið flipann Tekjuöflun til að skoða upplýsingar um gjaldgengi eignarinnar í tekjudeilingu.

Algengar spurningar um tekjudeilingu

Hvað ef vídeó sem yrði gjaldgengt í tekjudeilingu fengi handvirkt tilkall?
Ef sjálfvirk tilköll tefjast eða þeim er sleppt geta kröfuhafar valið að setja inn handvirkt tilkall til vídeós. Ef tengd eign er gjaldgeng í tekjudeilingu mun tilkallsvídeóið deila tekjum óháð því hvort tilkallið var sett inn handvirkt eða sjálfkrafa.
Hvað ef ég hef reglur um að loka á eignir sem eru gjaldgengar í tekjudeilingu?
Reglurnar sem notaðar eru í vídeó sem hlaðið er upp munu alltaf hnekkja gjaldgengi í tekjudeilingu. Ef notkun á tekjudeilingu fyrir lag er, til dæmis, ótakmarkað og þú ert með reglur um að „afla tekna <60 sekúndur annars loka á“ og höfundurinn notar >60 sekúndur verður lokað á vídeóið og ekki verður hægt að afla tekna.
Ef gjaldgengi í tekjudeilingu breytist fyrir eign, hvað gerist varðandi vídeó sem gert hefur verið tilkall til sem deildu tekjum?

Notkunarskilmálar eru notaðir í vídeói þegar því er hlaðið upp, þannig að ef gjaldgengi þitt í tekjudeilingu breytist síðar úr ótakmörkuð í takmörkuð notkun munu tilköll til vídeóanna sem hlaðið var upp samkvæmt ótakmarkaðri notkun ekki breytast. Ef þú óvirkjar leyfisstefnu handvirkt munu það ekki hafa áhrif á vídeóin sem deildu tekjum áður en þú óvirkjaðir stefnuna og þau munu áfram deila tekjum.

Nánar

 

Var þetta gagnlegt?

Hvernig getum við bætt þetta?
Leit
Hreinsa leit
Loka leit
Aðalvalmynd
14135826969833903233
true
Leita í hjálparmiðstöð
true
true
true
true
true
59
false
false