Svona notarðu miðlasettið

Miðlasettið gefur greinargóðar upplýsingar um áhorfendur og mæligildi rásar til að hjálpa höfundum að koma sér á framfæri á árangursríkan hátt í vörumerkjasamstarfi.

Skoða miðlasettið þitt

Þú getur skoðað miðlasettið þitt í YouTube Studio:

  1. Notaðu tölvu til að skrá þig inn á YouTube Studio.
  2. Smelltu á Tekjur í vinstri valmyndinni.
  3. Smelltu á flipann BrandConnect.
  4. Á miðlasettskortinu smellirðu á SKOÐA MIÐLASETT.

Gögn um áhorfendur og rás

Miðlasett innihalda margvíslegar upplýsingar um áhorfendur og mæligildi fyrir rás, til dæmis, en takmarkast ekki við, eftirfarandi:

  • Rásarborða og feril
  • Vinsælustu áhorfenda- og verslunarflokkana
  • Lykiltölfræði rásar og lýðfræðiupplýsingar
  • Vídeóherferð með keyptum vörubirtingum
  • Vinsælustu vídeóin

Notendahópar samanstanda af hópum fólks með ákveðin áhugasvið, ásetning og lýðfræðilegar upplýsingar samkvæmt mati Google.

Að sérsníða spjald:

  1. Veldu '' Valmynd.
  2. Smelltu á Breyta.
  3. Raðaðu eftir mikilvægastu eða vinsælustu flokkunum eða notaðu leitarstikuna til að finna aðra áhorfendaflokka.
  4. Veldu allt að 5 áhorfendaflokka sem hafa gildi fyrir þig og þitt vörumerkjasamstarf.
  5. Smelltu á „Vista“.

Sérsníddu skýrslu fyrir miðlasettið þitt

Hægt er að breyta sumum spjöldum innan miðlasettsins til að hjálpa höfundum að vekja athygli á þeim hliðum rásarinnar sem líklegar eru til að höfða til ákveðinna vörumerkja.

Til að sérsníða spjald í skýrslu miðlasettsins þíns:

  1. Veldu'' Valmynd
  2. Smelltu á Breyta.

Ekki er hægt að breyta öllum spjöldum. Ef þú getur ekki breytt ákveðnu spjaldi getur þú valið að fela upplýsingarnar í skýrslunni. Til að útiloka spjald úr skýrslunni:

  1. Veldu'' Valmynd
  2. Smelltu á Fela.

Þegar þú breytir spjaldi sem inniheldur vídeó geturðu valið að nota allt að 4 vídeó. Fyrir spjöld sem innihalda flokka getur þú valið allt að 5 flokka fyrir hvert spjald.

Sækja skýrslur og deila með vörumerkjum

Þegar þú hefur gert þær breytingar á skýrslunni sem þú vilt geturðu forskoðað og sótt miðlasettið þitt.

Til að forskoða miðlasettið: Veldu FORSKOÐA efst í hægra horninu.

Til að sækja miðlasettið: Veldur SÆKJA PDF efst í hægra horninu.

Vertu viss um að þú sért reiðubúin(n) að deila gögnunum þínum með vörumerkinu eða öðrum viðtakendum PDF-skjalsins.

Var þetta gagnlegt?

Hvernig getum við bætt þetta?
Leit
Hreinsa leit
Loka leit
Aðalvalmynd
8774752574382629712
true
Leita í hjálparmiðstöð
true
true
true
true
true
59
false
false