Uppsetning á HLS-streymi

Streymdu HDR eða notaðu kóðara sem RTMP styður ekki með því að nota HLS (HTTP Live Streaming) móttökureglu í YouTube í beinni.

Áður en þú byrjar

Gakktu úr skugga um að kóðarinn þinn styðji HLS og að þú hafir kynnt þér grunnatriði beinstreymis á YouTube.

1. Athugaðu hvort HLS er forstillt fyrir YouTube

Ef hægt er að forstilla kóðarann þinn á HLS fyrir YouTube skaltu velja þá forstillingu. Þú gætir þurft að afrita og líma streymislykilinn þinn á sama hátt og fyrir RTMP-streymi. Þú getur nú byrjað að streyma.

Ef að kóðarinn þinn er ekki með forstillingu fyrir HLS fyrir YouTube skaltu fara beint í skref 2 „Skrá vefslóð þjóns“.

2. Skrá vefslóð þjóns

  1. Farðu í stjórnherbergi beinna útsendinga á YouTube og svo Streymi. Fyrir neðan „Velja straumlykil“ skaltu smella á Búa til nýjan straumlykil og velja HLS sem samskiptareglu streymisins.

Athugaðu: Ef þú vilt streyma í HDRverðurðu að gæta þess að „Kveikja á handvirkri upplausn“ sé afmerkt.

  1. „Straumslóðin“ fyrir HLS uppfærist. Vefslóðin ætti að byrja á „https“ í stað „rtmp“. Afritaðu vefslóðina yfir í kóðarann þinn.
  2. Ef þú þarft á aukamóttöku að halda til öryggis skaltu afrita „Öryggisvefslóð þjóns“. Staumlykillinn er þegar hluti af vefslóðinni svo þú þarft ekki að afrita hann sérstaklega.

Athugaðu: Þegar HLS er valið er slökkt á möguleikanum „Mjög lítill biðtími". HLS er með lengri biðtíma þar sem það sendir vídeó í hlutum í staðinn fyrir stöðugan straum líkt og RTMP gerir.

3. Klára HLS-stillingar

Gakktu úr skugga um að uppfæra eftirfarandi stillingar fyrir HLS áður en þú getur hafið sendingu á YouTube í beinni:

  • Lengd hluta: 1-4 sekúndur, minni hlutar þýðir minni biðtíma.
  • Snið hluta: verður að vera TS (Transport Stream).
  • Bætissvið ekki stutt.
  • Verður að nota rúllandi spilunarlista með í mesta lagi 5 hluta í bið.
  • Verður að nota HTTPS POST/PUT.
  • Dulkóðun er ekki studd nema fyrir HTTPS.

Kóðunarstillingar

Til að fá upplýsingar um kóðurnarstillingar skaltu skoða almennar leiðbeiningar um stillingar, bitahraða og upplausn. Aukastillingar fyrir HLS sem eru öðru vísi en fyrir RTMP eru meðal annars:

  • Myndkóðari: styður bæði HEVC og H.264
  • Hljóðkóðari: AAC, AC3 og EAC3

Ráðlagðar ítarstillingar

  • Hljóðtökutíðni: 44.1kHz fyrir víðóma hljóð, 48 kHz fyrir 5.1 víðóma hljóð
  • Bitahraði fyrir hljóð: 128 Kbps fyrir víðóma hljóð eða 384 Kbps fyrir 5.1 víðóma hljóð

Kóðarar sem styðja HLS

  • Cobalt-kóðarar
  • Harmonic
  • Mirillis Action: Ef HEVC-myndkóðari er valinn er HLS sjálfkrafa notað.
  • OBS
  • Telestream

Var þetta gagnlegt?

Hvernig getum við bætt þetta?
Leit
Hreinsa leit
Loka leit
Aðalvalmynd
1867359886998938869
true
Leita í hjálparmiðstöð
true
true
true
true
true
59
false
false