Staðfestu auðkenni þitt eða greiðsluupplýsingar

Fyrir vissa reikningsvirkni á Google, svo sem stofnun reiknings fyrir vörur eða þjónustu, færslur eða breytingar á greiðslumáta, gætirðu þurft að staðfesta auðkenni þitt eða eignarhald á greiðslumátanum sem notaður er.
Ábending: Til að staðfesta auðkenni þitt í Google Pay-forritinu skaltu fylgja þessum leiðbeiningum.

Um staðfestingu

Hvers vegna gætum við beðið um staðfestingu
  • Til að staðfesta að upplýsingar séu réttar þegar þú opnar ákveðið efni.
  • Til að staðfesta auðkenni þitt við færslu á Google.
  • Ef við verðum vör við óvenjulega virkni eða færslur.
  • Ef við þurfum frekari upplýsingar til að fylgja lögum og reglum.

Mikilvægt: Ef við biðjum þig um að staðfesta reikninginn þinn er hætt við allar færslur í bið. Skuldfærslur í bið á bankayfirlitinu þínu hverfa á innan við 14 virkum dögum.

Hvaða upplýsingar gæti verið spurt um

Til að ljúka staðfestingu, gætirðu fengið beiðni um að staðfesta hvern greiðslumáta fyrir sig. Þú getur beðið um staðfestingarkóða til að gera það.

Einnig getur verið spurt um:

  • Nafn
  • Nafnið á greiðsluprófílnum þínum
  • Heimilisfang
  • Fæðingardag
  • Mynd af opinberum skilríkjunum þínum
  • Staðfestingu á heimilisfangi
  • Mynd af greiðslumátanum þínum
Hvernig við notum upplýsingarnar

Google notar upplýsingarnar til að:

  • Staðfesta auðkenni þitt og greiðslumáta.
  • Verjast gegn svikum og misnotkun.
  • Bæta staðfestingarþjónustu fyrir Google-vörur.

Staðfestar upplýsingar, svo sem nafn og heimilisfang, eru vistaðar á Google-reikningnum þínum. Þú getur haft umsjón með staðfestum upplýsingum á payments.google.com.

Þegar við á eru upplýsingarnar höndlaðar í samræmi við persónuverndarstefnu Google og upplýsingar um persónuvernd fyrir Google-greiðslur.

Hvernig þú gengur frá staðfestingu

Til að staðfesta upplýsingarnar þínar gætirðu þurft að senda inn skjöl eða biðja um kóða. Ekki er víst að allar staðfestingarleiðir séu í boði, eftir því um hvaða vöru er að ræða eða hvaða aðgerð þú vilt framkvæma.

  1. Farðu á payments.google.com.
  2. Skráðu þig inn á reikninginn þinn.
  3. Efst til hægri skaltu smella á Viðvaranir Alertog síðanStaðfesta.
  4. Við hliðina á kortinu sem þarf að staðfesta skaltu smella á Staðfesta.
  5. Fylgdu leiðbeiningunum á skjánum fyrir staðfestingarleiðina þína.
  6. Endurtaktu skrefin hér að ofan fyrir hvern greiðslumáta sem þarf að staðfesta.

Staðfestingarleiðir

Til að ganga frá staðfestingu muntu fá beiðni um að nota einhverja af eftirtöldum leiðum.

Biðja um staðfestingarkóða
  1. Smelltu á Fá kóða.
  2. Farðu á vefsvæði útgefanda greiðslumátans og skráðu þig inn á reikninginn þinn.
  3. Finndu tímabundna skuldfærslu með heitinu „GOOGLE“ sem er lægri en 1,95 USD. Staðfestingarkóðinn er síðustu 6 tölustafirnir.
    • Upphæð tímabundnu skuldfærslunnar er mismunandi eftir gjaldmiðli.
    • Þú ættir að fá kóða þegar í stað en það getur tekið allt upp í 7 daga.
    • Ábending: Skuldfærslan á reikningnum þínum er tímabundin. Hún verður endurgreidd á innan við 30 dögum.
  4. Sláðu inn sex stafa kóðann.
  5. Smelltu á Staðfesta.
Hlaða upp skjölum

Mikilvægt:

  • Upplýsingar sem þú hleður upp í þessu ferli eru eingöngu notaðar til auðkennis og eru meðhöndlaðar í samræmi við staðbundin lög og reglur.
  • Þú getur ekki valið að hlaða upp skjölum til að staðfesta kaup á YouTube og í Google Store.

Finndu staðfestingarbeiðnina til að staðfesta auðkenni þitt eða greiðslumáta. Til að finna lista yfir samþykkt skjöl og leiðbeiningar skaltu nota tengilinn í staðfestingarbeiðninni.

Gættu þess að skjölin þín:

  • Innihaldi sama fulla nafn í öllum skjölunum sem þú sendir inn.
  • Séu uppfærð og ekki útrunnin.
  • Séu læsileg.

Gættu þess að myndin sem þú hleður upp:

  • Sé mynd af skjali og engu öðru
  • Sé læsileg
  • Sé í lit, ekki svarthvít
  • Sé ekki blörruð, glampi á hana eða of dökk
  • Sýni öll 4 horn skjalsins

Ef þú hylur upplýsingar í skjalinu:

  • Í bankayfirlitum skaltu hylja:
    • Allt bankareikningsnúmerið nema síðustu 4 tölurnar.
    • Upplýsingar um stöðu reikninga og færslur. Staðfestingarferlið krefst ekki upplýsinga um færslur eða stöðu reikninga.
  • Þú getur hulið viðkvæmar upplýsingar með því að lita svartan kassa yfir þær áður en þú hleður þeim upp.

Ráð:

  • Gakktu úr skugga um að nafn þitt, heimilisfang og greiðsluupplýsingar séu réttar á payments.google.com.
  • Staðfestingin gæti tekið nokkra daga eftir að þú sendir skjölin.

Staðfesting með bankayfirliti (eingöngu fyrir Play-forritara)

Í sumum löndum eða landsvæðum gætu Google Play-forritarar þurft að staðfesta greiðslumáta útborgana með bankayfirliti. Ekki er leyfilegt að hlaða upp bankayfirlitum sem eru meira en 180 daga gömul.

  1. Skráðu þig inn á payments.google.com.
  2. Smelltu á Áskriftir og þjónusta.
  3. Smelltu á Stjórna fyrir neðan „Google Play-forrit“.
  4. Fyrir neðan „Hvernig þú færð borgað“ skaltu smella á Bæta við greiðslumáta.
  5. Finndu bankareikninginn sem þú bættir við sem greiðslumáta fyrir útborganir.
  6. Smelltu á Staðfesta.
  7. Hladdu upp afriti af bankayfirlitinu. Þú getur hlaðið því upp sem mynd eða PDF.
    • Þú skalt hylja viðkvæmar upplýsingar á bankayfirlitinu en gæta þess að eftirfarandi upplýsingar séu vel sýnilegar:
      • Síðustu 4 tölustafirnir í bankareikningsnúmerinu.
      • Allt sem varðar bankanúmer, bankakóða, IFSC-kóða, röðunarkóða, SWIFT-kóða eða önnur slík auðkenni.
      • Auðkenniskóði banka gæti heitið eitthvað annað, eftir því hvar í heiminum þú ert.

Staðfestingin gæti tekið nokkra daga eftir að þú sendir bankayfirlitið.

Leysa vandamál tengd staðfestingu

Leysa vandamál tengd staðfestingarkóðum og tímabundnum takmörkunum

Sjáðu hvernig þú leysir vandamál þegar þú reynir að staðfesta greiðslumáta með staðfestingarkóða.

Leysa vandamál tengd staðfestingu á skjölum

Til að leysa vandamálið:

  • Ef þú færð tölvupóst eða villuboð: Fylgdu leiðbeiningunum í skilaboðunum.
  • Ef þú þarft aðstoð frá starfsfólki okkar við að leysa vandamálið: Við munum hafa samband við þig þegar við höfum farið yfir upplýsingarnar þínar.

Staðfesting tókst ekki

Ef staðfesting tókst ekki muntu fá tölvupóst stuttu eftir að sú ákvörðun er tekin. Fylgdu leiðbeiningunum í tölvupóstinum til að áfrýja ákvörðuninni.

Þarftu frekari hjálp?

Prófaðu næstu skref:

Leit
Hreinsa leit
Loka leit
Aðalvalmynd
11885547462059798301
true
Leita í hjálparmiðstöð
true
true
true
true
true
5150109
false
false