Öryggistengdir eiginleikar akstursaðstoðar í Google-kortum sem eru innbyggð í bílinn

Mikilvægt: Þessi grein á aðeins við um Google-kort sem eru innbyggð í bílinn. Framboð eiginleika eða virkni kann að fara eftir framleiðanda bílsins eða svæði og gagnaáskrift.

Bíllinn kann að vera búinn öryggistengdri akstursaðstoð utan Google-korta. Hægt er að kveikja eða slökkva á slíkum eiginleikum með stýringum bílsins á stýrinu eða í upplýsinga- og afþreyingarkerfinu. Hver eiginleiki gæti verið háður samþættingu við tækni bílsins, til dæmis ytri myndavél, eiginleikar akstursaðstoðar og fleira. Til að komast að því hvaða eiginleikum bíllinn er búinn skaltu lesa handbók ökumanns eða skoða miðjuskjá bílsins.

Ábending: Þessi eiginleiki er ekki í boði á öllum tungumálum og löndum/svæðum. Kynntu þér notkun Hjálparans í öðrum kerfum.

Upplýsingar um gildandi löglegan hámarkshraða

Bíllinn getur hugsanlega birt gildandi löglegan hámarkshraða byggt á upplýsingum frá ytri myndavél bílsins og upplýsingum um hámarkshraða frá Kortum. Á svæðum þar sem engin hámarkshraðaskilti eru sýnileg er hægt að nota upplýsingar Korta til að áætla hámarkshraðann sem birtist í ökutækinu.
Löglegur hámarkshraði kann að breytast í takt við veður, tíma, árstíð eða aðrar aðstæður. Hægt er að nota upplýsingar frá Kortum, til dæmis um núverandi veðurskilyrði, til ákvarða hvort aðstæðubundinn hámarkshraði gildi.

Upplýsingar um löglegan hámarkshraða framundan

Hugsanlega getur bíllinn birt upplýsingar um löglegan hámarkshraða framundan í samræmi við líklega ferðaleið bílsins. Ef þú stillir áfangastað í Google-kortum verða þessar upplýsingar notaðar. Ef þú stillir ekki áfangastað geta Google-kort séð kerfi bílsins fyrir líklegri leið til að áætla hámarkshraðann framundan.

Sjálfvirkur hraðastillir

Hugsanlega getur bíllinn gefið í og hemlað sjálfkrafa til að viðhalda öruggri fjarlægð frá ökutæki sem er framundan. Þegar engir bílar eru framundan getur ökumaðurinn stillt hraðann en áætlaður hraði bíla og löglegur hámarkshraði geta einnig haft áhrif á hann. Google-kort geta veitt kerfi sjálfvirks hraðastillis upplýsingar til að bæta heildargæði eiginleikans.

Kort án nettengingar og kortaþjónusta farartækis (VMS)

Google-kort sjá bílnum fyrir gögnum með kortaþjónustu farartækis (VMS). Gögnin eru notuð til að styðja öryggistengda eiginleika akstursaðstoðar í bílnum, til dæmis upplýsingar um hámarkshraða eða sjálfvirkan hraðastilli. Þessir eiginleikar reiða sig á gögn korta án nettengingar, sérstaklega á svæðum þar sem nettenging er léleg eða ekki til staðar.
Til að tryggja að gögn korta án nettengingar séu alltaf tiltæk skaltu kveikja á „sækja sjálfkrafa“ í persónuverndarmiðstöðinni. Ef þú velur að sækja kort án nettengingar sjálfkrafa kann bíllinn að deila upplýsingum með þjónum Google, til dæmis um staðsetningu bílsins eða kort án nettengingar sem hafa verið sótt áður.
Ef þú velur að sækja kort án nettengingar handvirkt og sækir ekki kort án nettengingar af svæðinu sem þú ert að keyra um er óvíst að sumir þessara öryggistengdu eiginleika akstursaðstoðar virki.
Ábending: Öll kort sem hafa verið sótt áður verða áfram tiltæk en þau verða ekki uppfærð sjálfkrafa. 

Var þetta gagnlegt?

Hvernig getum við bætt þetta?
Leit
Hreinsa leit
Loka leit
Aðalvalmynd
9085194950333944475
true
Leita í hjálparmiðstöð
true
true
true
true
true
76697
false
false