Stjórnaðu virkni þinni í Kortum

Ef þú ert með kveikt á vef- og forritavirkni vista Google-kort virkni á reikningnum þínum til að sérsníða upplifun þína í öllum þjónustum Google. Þetta á m.a. við um þegar þú:

 • Leitar að einhverju í Kortum
 • Færð leiðarlýsingu til eða frá stað
 • Skoðar stað eftir að hafa valið hann
 • Deilir tengli á stað í Kortum
 • Hringir í stað úr Kortum

Skoðaðu og eyddu atriðum úr virkni í Kortum

 1. Opnaðu Google-kort í tölvunni þinni.
 2. Skráðu þig inn á reikninginn þinn.
 3. Smelltu á valmyndina Menu og síðan „Virkni í Kortum“.
 4. Til að eyða einstaka atriðum: Smelltu á „Fjarlægja“ Remove við hliðina á færslunum sem þú vilt eyða.
 5. Til að eyða mörgum atriðum: Smelltu á „Eyða“ til hægri.
  • Til að eyða virkni dagsins í dag: Veldu „Eyða deginum í dag“.
  • Til að eyða eftir dagsetningu:
   1. Veldu „Eyða sérsniðnu tímabili“.
   2. Veldu dagsetningarnar sem þú vilt eyða og smelltu síðan á „Áfram“.
   3. Smelltu á „Eyða“ til að staðfesta.
  • Til að eyða allri virkni: Veldu „Eyða öllu“. Smelltu á „Eyða“ til að staðfesta.

Skoðaðu og eyddu virkni í Kortum fyrir ákveðinn stað

 1. Opnaðu Google-kort í tölvunni þinni.
 2. Skráðu þig inn á reikninginn þinn.
 3. Leitaðu að staðnum og smelltu á hann til að sjá yfirlit staðarins.
 4. Smelltu á „Virkni í Kortum“ á svæðinu til vinstri.
 5. Til að eyða virkni tengdri þessum stað skaltu smella á „Eyða“ við hliðina á „Nýleg virkni í Kortum“.
  • Farðu í „Mín virkni“ til að skoða alla virknina þína í Kortum og vef- og forritavirkni í öðrum Google-þjónustum.

Svona er virkninni þinni eytt

Þegar þú eyðir virkninni þinni handvirkt, eða henni er eytt sjálfkrafa byggt á stillingum sjálfvirkrar eyðingar, hefjum við ferlið við að fjarlægja virknina úr vörunni og kerfum okkar um leið.

Fyrsta markmið okkar er að taka gögnin algjörlega úr birtingu og þau verða ekki lengur notuð til að sérsníða upplifun þína á Google.

Þá setjum við af stað ferli sem er hannað til að eyða gögnunum örugglega og algjörlega úr geymslukerfum okkar.

Ásamt því að aðstoða þig við að eyða gögnum handvirkt eða sjálfvirkt kann Google að eyða tilteknum gerðum af virkni fyrr ef hún gagnast ekki lengur við að bæta upplifun þína.

Google kann að geyma sumar gerðir gagna í lengri tíma í takmörkuðum tilgangi, t.d. til að uppfylla viðskiptatengd eða lagaleg skilyrði.

Þegar þú eyðir virkni þinni í Kortum hefur það ekki áhrif á eftirfarandi:

 • Heimsóknir úr staðsetningarferli
 • Aðra vef- og forritavirkni, s.s. tengdar leitir og vefsvæðissmelli
 • Vistaða lista eða merki sem þú bættir við
 • Umsagnir, myndir, breytingar eða ábendingaskýrslur sem þú sendir
 • Önnur Kortagögn sem tengjast ekki reikningnum þínum

Tengd gögn

Var þetta gagnlegt?

Hvernig getum við bætt þetta?
Leit
Hreinsa leit
Loka leit
Google forrit
Aðalvalmynd