Um lög um stafræna markaði (DMA) og tengdar þjónustur

Lög um stafræna markaði (DMA) eru lög ESB sem tóku gildi 6. mars 2024. Vegna laga um stafræna markaði (DMA) innan ESB býður Google þér að tengja ákveðnar Google-þjónustur. Þessar Google-þjónustur eru meðal annars:

  • Leit
  • YouTube
  • Auglýsingaþjónustur
  • Google Play
  • Chrome
  • Google Shopping
  • Google-kort

Þú getur valið um að tengja allar þessar þjónustur, engar þeirra eða sumar þeirra.

Þegar þessar þjónustur eru tengdar geta þær deilt gögnunum þínum sín á milli og með öðrum Google-þjónustum í vissum tilgangi. Til dæmis geta tengdar Google-þjónustur unnið saman að því að birta þér sérsniðið efni og auglýsingar, í samræmi við stillingarnar þínar.

Google-þjónustur sem ekki er hægt að tengja

Fyrir flesta notendur innan Evrópusambandsins eru engar þjónustur sem ekki er hægt að tengja. Notendur í Þýskalandi geta ekki tengt sumar þjónustur.

Ábending: Allar aðrar Google-þjónustur sem deila gögnum sín á milli og eru ekki tilgreindar á listanum hér að ofan eru ávallt tengdar.

Um tengdar þjónustur

Ef þjónustur eru ekki tengdar verða tilteknir eiginleikar sem fela í sér deilingu gagna á milli Google-þjónusta takmarkaðir eða ekki í boði. Dæmi:

  • Þegar þjónusturnar Leit, YouTube og Chrome eru ekki tengdar verða tillögur sem þú færð í Leit, t.d. í „Eitthvað til að horfa á“ og tillögustraumnum þínum, ekki jafn sérsniðnar.
  • Þegar Leit og Kort eru ekki tengdar þjónustur munu pantanir sem gerðar eru gegnum Leit ekki birtast í Google-kortum.

Þetta hefur ekki áhrif á þjónustuþætti sem fela ekki í sér gagnadeilingu.

Þú skráist ekki út úr neinum Google-þjónustum ef þú velur að tengja ekki þjónustur. Auk þess snýst tenging Google-þjónusta ekki um að deila gögnunum þínum með þjónustum þriðju aðila

Stjórnaðu tengdum þjónustum

Þú ert við stjórnvölinn. Þú getur valið hvaða ofangreindu Google-þjónustur eru tengdar. Þú getur skoðað valið eða breytt því hvenær sem er á Google-reikningnum þínum. Kynntu þér hvernig þú stjórnar tengdum þjónustum.

Um gögnin þín

Kynntu þér hvernig gögnin þín eru notuð í tengdum Google-þjónustum.

Gögnin sem eru notuð
Hægt er að deila persónuupplýsingum sem er safnað um notkun þína á tengdum Google-þjónustum með öllum tengdum þjónustum. Þetta felur í sér það sem þú leitar að, YouTube-vídeó sem þú horfir á, forrit sem þú sækir á Google Play, tengdar upplýsingar, t.d. upplýsingar um tækið þitt, og aðrar gerðir upplýsinga sem lýst er í persónuverndarstefnunni okkar.
Svona notar Google gögnin

Google notar gögn sem deilt er á milli tengdra þjónusta í þeim tilgangi sem lýst er í persónuverndarstefnunni okkar:

  • Veita sérsniðna þjónustu, þar á meðal efni og auglýsingar, í samræmi við stillingarnar þínar
  • Viðhalda þjónustum okkar og bæta þær
  • Þróa nýjar þjónustur
  • Öðlast betri skilning á því hvernig fólk notar þjónustur okkar til að tryggja og bæta frammistöðu þjónusta okkar

Val þitt sem snýr að tengdum þjónustum hefur ekki áhrif á aðrar stillingar, t.d. val þitt um sérsnið Google-þjónusta. Þetta veitir þér einfaldlega fleiri valkosti til að stjórna því hvernig gögnunum þínum er deilt.

Í einhverjum tilfellum mun Google halda áfram að deila gögnum

Gögnum frá þér úr öllum Google-þjónustum verður hugsanlega deilt áfram á milli allra þjónusta í ákveðnum tilgangi, óháð því hvort viðkomandi þjónustur eru tengdar. Þetta er t.d. gert til að koma í veg fyrir svindl, vernda þig gegn ruslefni og misnotkun og til að fylgja lögum.

Gögnum frá þér verður hugsanlega einnig deilt á milli Google-þjónusta til að hjálpa þér að ljúka verkefnum þegar virkni tveggja þjónusta er samtvinnuð. 

Related resources 

Var þetta gagnlegt?

Hvernig getum við bætt þetta?
Leit
Hreinsa leit
Loka leit
Google forrit
Aðalvalmynd