Tímalínan er stilling á Google-reikningnum þínum sem býr til tímalínu í Google-kortum, þ.e. sérsniðið kort sem hjálpar þér að muna hvert þú hefur komið, hvernig þú komst þangað og hvaða ferðir þú hefur farið í, sem þú getur nálgast í öllum tækjum sem:
- Þú ert skráð(ur) inn á Google-reikninginn þinn í
- Þú hefur kveikt á tímalínu í
Sjálfgefið er slökkt er á tímalínunni á Google-reikningnum þínum og aðeins er hægt að kveikja á henni ef þú samþykkir það.
Þegar þú kveikir á tímalínunni þinni verður nákvæm staðsetning tækjanna þinna reglulega vistuð á tímalínunni, jafnvel þótt þú sért ekki að nota Google-forrit.
Til að gera upplifun allra af Google gagnlega kunna gögnin þín einnig að vera notuð til að:
- Birta upplýsingar á borð við vinsælar tímasetningar og innsýn í umhverfismál út frá á nafnlausum staðsetningargögnum.
- Greina og koma í veg fyrir svik og misnotkun.
- Bæta og þróa Google-þjónustur, þ.m.t. auglýsingavörur.
Tímalínugögnin þín verða hugsanlega einnig notuð til að hjálpa fyrirtækjum í nágrenninu að meta árangur auglýsinga sinna, en það fer eftir stillingunum þínum. Aðeins matsgögnum er deilt með fyrirtækjum, ekki persónuupplýsingum. Tímalínan þín getur einnig hjálpað til við að sérsníða upplifanir þínar á Google, svo sem með því að senda þér tilkynningar um ferðir þínar á milli vinnustaðar og heimilis í Google-kortum.
Sumir af stöðunum sem fólk heimsækir — að meðtöldum heilbrigðisstofnunum eins og ráðgjafarstöðvum, athvörfum fyrir þolendur heimilisofbeldis, miðstöðvum fyrir meðgöngurof, frjósemisstöðvum, meðferðarstofnunum, sjúkrastofnunum sem sinna megrunaraðstoð og lýtaaðgerðum og fleiri — geta verið mjög persónulegir. Ef þú ert með kveikt á tímalínu fyrir Google-reikninginn þinn verða heimsóknir til mjög persónulegra staða sem Google-kort ber kennsl á meðhöndlaðar á annan hátt en aðrar heimsóknir.
Svona virkar þetta
- Sjálfvirk tilgreining: Í flestum tilvikum tilgreina Kort mjög persónulega staði sjálfvirkt með því að nota gögn frá fyrirtækjum, vefsvæðum og notendum. Suma staði er einnig hægt að tilgreina handvirkt.
- Heimsóknum sem vistaðar eru á tímalínu verður eytt: Fljótt eftir að við sjáum heimsókn til staðar sem tilgreindur er sem mjög persónulegur eyða Kort þeirri heimsókn af tímalínunni þinni.
Til að sjá hvort heimsóknir til staðar eru vistaðar á tímalínu skaltu smella á staðinn í forriti Google-korta, fletta neðst á skjáinn og smella á Heimsóknir og virkni í Kortum. Ef staður er tilgreindur sem mjög persónulegur staður sérðu skilaboð þar sem segir: „Heimsóknum á þennan stað er eytt sjálfkrafa af tímalínum allra notenda“.
Þessi meðhöndlun á sérstaklega við um tímalínuna þína og breytir því ekki hvernig staðir birtast í Kortum eða leitarniðurstöðum. Aðrar stillingar, eins og vef- og forritavirkni, kunna enn að vista gögn og virkni þessara staða, að meðtöldum leitarfyrirspurnum, samskiptum og öllum myndum af staðnum sem þú kannt að hafa tekið. Þú getur slökkt á og eytt vef- og forritavirkni hvenær sem er á myactivity.google.com/activitycontrols.
Athugaðu að þar sem Google-kort fá upplýsingar um staði frá ýmsum heimildum kann að vera að sumir staðir séu ekki alltaf uppfærðir.
Senda inn ábendingu um staði
Ef þú vilt senda inn ábendingu um það hvort staður í Kortum er flokkaður sem mjög persónulegur geturðu fyllt út þetta eyðublað.
Hafðu í huga: Það getur tekið tíma að fara yfir ábendinguna og fyrir mögulegar breytingar að birtast á tímalínunni þinni. Á meðan kunna heimsóknir að vera vistaðar áfram á tímalínu. Þú getur eytt þeim hvenær sem er.
Hafðu umsjón með gögnunum þínum
Hér eru viðbótarleiðir til að stjórna staðsetningargögnunum þínum á auðveldan hátt í Google-vörum:
- Vef- og forritavirkni: Þú getur stjórnað og eytt gögnum og stillingum vef- og forritavirkni hvenær sem er á myactivity.google.com/activitycontrols eða kveikt á stýringu fyrir sjálfvirka eyðingu. Nánar um stjórnun á vef- og forritavirkni.
- Leit í Google-kortum: Þú getur notað huliðsstillingu í Kortum þegar þú vilt ekki að virkni þín í Kortum verði vistuð á Google-reikninginn þinn. Þú getur líka eytt tilteknum leitum úr Kortaferlinum þínum.
Sjálfgefið er slökkt er á tímalínunni á Google-reikningnum þínum og aðeins er hægt að kveikja á henni ef þú samþykkir það.