Reglur um efni frá notendum í Google-Shopping

Við erum hér til að hjálpa þér að uppgötva og velja vörur og seljendur á netinu. Efni frá notendum er ætlað að bæta upplifun þína og annarra Google-notenda. Við höfum þróað reglur um efni til að tryggja að allir sem skoða efni frá notendum njóti jákvæðrar og gagnlegrar upplifunar.

Fylgdu reglunni okkar:

Mikilvægt: Athugaðu að við áskiljum okkur rétt til að fara yfir og fjarlægja athugasemdir sem brjóta reglur okkar.

  • Ekki spamma eða birta gerviumsagnir til að hækka eða lækka einkunnir
  • Ekki birta efni eða tengla á efni sem er kynferðislega gróft eða inniheldur blótsyrði.
  • Ekki birta efni eða tengla á móðgandi eða hatursfullt efni, eða efni sem ógnar eða áreitir aðra.
  • Ekki birta skrár eða tengla á skrár sem innihalda vírusa, skemmdar skrár, „trójuhesta“ eða aðra spillandi eða skemmandi eiginleika sem geta skemmt tölvur annarra.
  • Ekki birta neitt efni sem brýtur höfundarrétt eða annan hugverkarétt annarra.
  • Ekki villa á þér heimildir, taka ranglega fram eða gefa á annan hátt villandi framsetningu á tengslum þínum við einstakling eða aðila.
  • Ekki brjóta önnur viðeigandi lög eða reglugerðir.
  • Ekki nota athugasemdir fyrir auglýsingar.

Athugaðu einnig þessar leiðbeiningar:

  • Hafðu athugasemdirnar þínar nytsamlegar og fróðlegar.
  • Þegar þú gerir umsögn um efni skaltu birta skýrar, nytsamlegar og viðeigandi upplýsingar um það.
  • Reyndu að taka fram upplýsingar bæði um kosti og galla.
  • Sýndu öðrum kurteisi og ekki ráðast á þá.
  • Hafðu athugasemdirnar læsilegar. Ekki nota of marga hástafi og greinarmerki.
  • Notaðu rétta málfræði og stafsetningu.
Leit
Hreinsa leit
Loka leit
Google forrit
Aðalvalmynd