Tungumál

Þú þarft að breyta viðmótstungumáli Google til að breyta birtingartungumáli Google reikninga. Þú getur gert það með því að fylgja eftirfarandi skrefum:

  1. Farðu á Google heimasíðuna og smelltu á tengilinn Kjörstillingar hægra megin við leitarreitinn.
  2. Veldu það tungumál sem þú vilt nota úr fellivalmyndinni undir Tungumál notendaviðmóts (efst á síðunni).
  3. Smelltu á hnappinn Vista stillingar sem er efst hægra megin á síðunni.

Þegar þú hefur breytt viðmótstungumálinu skaltu loka vafraglugganum. Opnaðu svo vafrann og farðu á https://www.google.com/accounts/?hl=is. Google reikningar heimasíðan ætti nú að birtast á því tungumáli sem þú valdir.

Ef tungumál notendaviðmótsins er ekki það sama og tungumálið sem þú valdir skaltu hreinsa skyndiminni og fótsporin úr vafranum þínum og prófa að stilla viðmótstungumálið upp á nýtt. Athugaðu að með því að eyða fótsporum fjarlægir þú líka vistaðar stillingar fyrir önnur vefsvæði sem þú hefur heimsótt.

Hafðu í huga að þó að Google reikningar heimasíðan sé til staðar á öllum tungumálum Google, getur verið að sumar Google vörur séu ekki í boði á öllum tungumálum.

Leit
Hreinsa leit
Loka leit
Aðalvalmynd
7114538176036647301
true
Leita í hjálparmiðstöð
true
true
true
true
true
70975
false
false