Lagfærðu röng lýsigögn vídeós á Facebook og Twitter

Þegar þú slærð inn YouTube vefslóð á Facebook eða Twitter gæti heiti vídeósins, lýsing þess eða smámynd verið röng eða úrelt.

Uppfærðu heitið eða lýsinguna þegar í stað

Facebook

Annað fólk getur deilt vídeóinu þínu á Facebook og þú getur tekið eftir að vídeóið sé með rangt heiti eða lýsingu. Sláðu vefslóð vídeósins í villuleitartól Facebook og þá verður skyndivistað heiti og lýsing uppfærð um leið.

Ef þú lendir í öðrum vandræðum skaltu íhuga að tilkynna vandamálið til Facebook.

Twitter

Annað fólk getur deilt vídeóinu þínu á Twitter og þú getur tekið eftir að vídeóið sé með rangt heiti eða lýsingu. Sláðu vefslóð vídeósins í Card Validator á Twitter og þú verður skyndivistað heiti og lýsing uppfærð um leið

Forðastu þetta vandamál

Passaðu að vinnslu á vídeóinu sé lokið, það sé opinbert og að lýsigögn vídeósins hafi verið stillt á YouTube áður en þú límir tengil á vídeóið á öðru vefsvæði eða í forriti. Ef þú límir tengilinn verður vídeóupplýsingunum á þeirri stundu bætt við skyndiminnið. Jafnvel þó að lýsigögnunum sé breytt á YouTube fá allir sem líma vefslóðina áður en skyndiminnið er uppfært eldri upplýsingarnar.

Nánar

Vandamálið verður þegar YouTube vídeói er bætt við færslu áður en vinnslu á því er lokið. Þetta getur líka gerst þegar vídeó er lokað. Þú gætir líka hafa deilt færslunni áður en þú uppfærir smámyndina eða lýsigögnin.

Stundum gæti vídeóið samt haft úrelt heiti, lýsingu eða smámynd, þó að vinnslu á því sé lokið. Vandamálið mun lagast á endanum þegar Facebook eða Twitter uppfæra skyndiminnið.

Var þetta gagnlegt?

Hvernig getum við bætt þetta?
Leit
Hreinsa leit
Loka leit
Aðalvalmynd
746886906273784252
true
Leita í hjálparmiðstöð
true
true
true
true
true
59
false
false